Viola Miglio, gestadósent við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda
„Spánverjavígin, eða réttara sagt fjöldamorðin á baskneskum hvalveiðimönnum, hafa verið hartnær ef ekki algjörlega óþekkt erlendis, sérstaklega í Baskahéruðunum. Lítið hefur líka verið rætt um þau á Íslandi. Ég held að þau séu þjóðarskömm hér í þeim skilningi að fólki finnst eitthvað svo glórulaust og kaldrifjað að svona geti hafa gerst í svo friðsömu landi.“ Þetta segir Viola Miglio um bók sem hún ritstýrði um Spánverjavígin. Þegar bókin kom út voru réttar fjórar aldir liðnar frá Spánverjavígunum.
Í þáttaröðinni um Fjársjóð framtíðar er spjallað við Viola Miglio um bókina en í henni er rakið hvernig Vestfirðingar, að mestu leiddir af sýslumanninum Ara Magnússyni í Ögri, drápu á fjórða tug baskneskra skipbrotsmanna í tveimur blóðugum árásum. Vígin voru framin, að talið er, á Fjallaskaga í Dýrafirði, á Sandeyri á Snæallaströnd og í Æðey í Ísaarðardjúpi.
Viola er málvísindakona af ítölskum ættum en búsett í Bandaríkjunum. Hún er gestadósent við Háskóla Íslands og talar lýtalausa íslensku. „Baskneska er svo óvenjulegt Evrópumál að ég heillaðist af því. Ég hóf því rannsókn á tveimur basknesk-íslenskum orðasöfnum sem til eru í handritum frá 17. öld en víkkaði fljótt út rannsóknarefnið eftir að ég las um Spánverjavígin. Þá beindi ég sjónum að öllum menningarlegum samskiptum basknesku hvalveiðimannanna við Íslendinga.“
Þótt vígin sjálf birti skelfilega mynd af samskiptum manna þá segir Viola að tengsl þessara þjóða hags alls ekki öll verið fjandsamleg. Þannig beri orðasöfnin tvö vitni um vinsamleg menningar- og viðskiptaleg tengsl. Annað orðasafnið innihaldi 216 orð en hitt 519.
Viola Miglio
„Það er afar mikilvægt að draga upp heildstæða mynd af samskiptum Íslendinga og Baska sem voru hvorki alfarið neikvæð og harðskeytt né að öllu leyti jákvæð og vinsamleg – þau voru bara svona yfrleitt eins og flest mannleg samskipti eru.“
„Það er afar mikilvægt að draga upp heildstæða mynd af samskiptum Íslendinga og Baska sem voru hvorki alfarið neikvæð og harðskeytt né að öllu leyti jákvæð og vinsamleg – þau voru bara svona yfrleitt eins og flest mannleg samskipti eru,“ segir Viola.
Að hennar sögn er það hlutverk fræðimanna að leysa þrautir, finna lausnir á ráðgátum, eins og Spánverjavígunum sem auki þá þekkingu okkar á heiminum og manneskjunni sjálfri. „Vígin sjálf sýna til dæmis hversu grimmir og gráðugir menn geta orðið. Það er afar mikilvægt að fræðimenn viti af þessum fjöldamorðum, ekki bara á Íslandi heldur líka í Baskahéruðunum.“
Samkvæmt íslenskum heimildum áttu fimmtíu skipbrotsmenn að hafa sloppið undan árásarteymi Ara í Ögri og átt afturkvæmt. Þeir flýðu fyrst til Patreksarðar og höfðust þar við uns þeir rændu ensku fiskiskipi og flýðu til hafs.
„Það eru hvorki til gögn um að þessir fimmtíu hafi nokkurn tíma snúið aftur til Baskahéraðanna né að þeir hafi sagt löndum sínum frá því sem gerðist á Íslandi. Við þurfum því nauðsynlega að finna skjöl um örlög þessara fimmtíu hvalveiðimanna, sem eiga að hafa snúið heim, til að loka sögunni.“
Sjón er sögu ríkari í Fjársjóði framtíðar á RÚV.