Skip to main content
10. janúar 2024

Sálfræðiráðgjöf háskólanema opin stúdentum og starfsfólki og börnum þeirra

Sálfræðiráðgjöf háskólanema opin stúdentum og starfsfólki og börnum þeirra - á vefsíðu Háskóla Íslands

Sálfræðiráðgjöf háskólanema er komin úr jólafríi. Ráðgjöfin er þjálfunarmiðstöð fyrir meistaranema í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands og hún er opin nemendum og starfsfólki HÍ og börnum þeirra sem þarfnast aðstoðar vegna tilfinningavanda.

Hverjum getur ráðgjöfin við hjálpað?

Ráðgjöfin getur oftast hjálpað þeim sem eru að glíma við:

  • Þunglyndi
  • Félagskvíða
  • Almennan kvíða
  • Ofsakvíða eða kvíðaköst
  • Svefnleysi
  • Þráhyggju
  • Einfalda fælni
  • Átröskun
  • Áfengis- og vímuefnamisnotkun

…og ýmislegt fleira.

En hvað með börnin?

Boðið er upp á aðstoð fyrir börn nemenda og starfsfólks HÍ á aldrinum 3-18 ára vegna:

  • Kvíða, fælni og áráttu-þráhyggju
  • Depurðar og slakrar sjálfsmyndar
  • ADHD og erfiðrar hegðunar
  • Samskipta- og félagsfærni 
  • Svefnvanda

Af hverju ætti ég að leita til Sálfræðiráðgjafar háskólanema?

  • Þjónustan er ódýr (1.500 kr. viðtalið)
  • Þjónustan er á háskólasvæðinu (Staðsett í Nýja Garði)
  • Meistarnemar í klínískri sálfræði hafa skilað mjög góðum meðferðarárangri

Hvernig kemst ég að?
Tekið er við umsóknum gegnum öruggt svæði. Sótt er um fyrir fullorðna sérstaklega og börn einnig

Ef þú ert með spurningar geturðu sent línu á salradgjof@hi.is eða thordura@hi.is
 

Nýi Garður