Skip to main content
22. október 2020

Háskóli Íslands greiðir fyrir bólusetningu starfsfólks á heilsugæslustöð

Fullbókað er í árlega bólusetningu gegn inflúensu fyrir starfsfólk háskólans og ekki hægt að bjóða upp á fleiri tíma. Talsvert er um að starfsfólk hafi samband sem ekki náði að skrá sig.

Mikil eftirspurn er eftir bóluefni í landinu og háskólinn fékk sama fjölda skammta úthlutað og í fyrra þrátt fyrir beiðni um fleiri slíka.

Háskólinn bendir starfsfólki á bólusetningu á heilsugæslustöðvum og hvetur alla til að panta sér tíma þar. Hjá heilsugæslunni er greitt komugjald sem er 700 krónur og fyrir bóluefni sem er um 2000 kónur ef viðkomandi tilheyrir ekki áhættuhópum. Háskólinn hefur ákveðið að greiða fyrir inflúensubólusetningu starfsfólks á heilsugæslustöð. Vinsamlegast fyllið út eyðublað fyrir útlagðan kostnað til að fá endurgreitt og sendið í innanhúspósti á: Reikningshald, Aðalbygging HÍ eða á netfang: bokhald@hi.is Kvittun þarf að fylgja með eyðublaðinu. Mikilvægt er að fylla út bankaupplýsingar efst í eyðublaðinu og rétt er að skrá verknúmer deildar.

Fólk í áhættuhópum gengur fyrir í bólusetningu á heilsugæslustöð. Til áhættuhópa teljast 60 ára og eldri, fólk með langvinna sjúkdóma, svo sem hjarta-, lungna-, nýrna- eða lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma og barnshafandi konur.

Frá Háskólatorgi