Skip to main content

Kynja- og margbreytileikafræði - Lokapróf á meistarastigi

Kynja- og margbreytileikafræði - Lokapróf á meistarastigi

Félagsvísindasvið

Kynja- og margbreytileikafræði

Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar

Eins árs nám á meistarastigi í kynjafræði er nám fyrir öll þau sem láta sér annt um réttlæti, jafnrétti og lýðræðislega þátttöku allra.

Skipulag náms

X

Almenn kynjafræði (KYN101F)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Þorsteinn Einarsson
Ragnheiður Davíðsdóttir
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar
Þorsteinn Einarsson
MA í kynjafræði

Meistaranám í kynjafræði var eins og ferðalag á kunnuga staði en samt var eins og ég hefði aldrei séð þá áður. Sjónarhornið, baksagan og samhengið sem kennarar veittu í gegnum námið gerðu ferðalagið krefjandi en á sama tíma algjörlega ógleymanlegt. Þetta kemur til af því að námið er lifandi, krítískt, hagnýtt og stundum óþægilega nærgöngult, þar sem ég þurfti að takast á við mínar hugmyndir, fordóma og fékk verkfæri til að beita á samfélagið. Ég öðlaðist færni í að greina kynjun, valdatengsl, orðræðu og dýptina í mynstrum og þemum sem dulin eru í samfélagsgerðinni og nærir víðtækt misrétti. Nám í kynjafræði hentar öllum sem brenna fyrir réttlæti og jafnrétti og vilja hafa áhrif á samfélagið sitt. 

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.