Skip to main content

Mið-Austurlandafræði og arabíska - Grunndiplóma

Mið-Austurlandafræði og arabíska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Mið-Austurlandafræði og arabíska

Grunndiplóma – 60 einingar

Markmið Mið-Austurlandafræða og arabísku við Háskóla Íslands er að stuðla að aukinni fræðslu, þekkingu og áhuga á Mið-Austurlöndum og menningu þeirra í víðum skilningi og jafnframt að veita nemendum grunnfærni í arabísku sem er helsta tungumál svæðisins.

Skipulag náms

X

Saga Mið-Austurlanda I (MAF101G)

Í námskeiðinu verður farið yfir sögu þess svæðis sem telst til Mið-Austurlanda frá fornöld og fram á miðaldir. Fjallað verður um uppgang Egypta, Súmera og annarra þjóða í hinni svokölluðu 'vöggu siðmenningarinnar'. Sérstök áhersla verður lögð á uppgang íslam á 7. öld og það heimsveldi sem múslimar byggðu upp næstu aldir þar á eftir.  Fjallað verður um Múhameð spámann og eftirmenn hans, tilurð Kóransins, kalífat Umayya, kalífat Abbasída og 'gullöld' íslam. Námskeiðið er kennt á íslensku en mest af lesefninu verður á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

""
Nafn nemanda
Nemi

Námsleiðin er ný í Háskóla Íslands og því er engin umsögn frá nemenda um námið enn sem komið er. Nemendur sem stunda nám við Hugvísindasvið Háskóla Íslands hafa verið mjög ánægðir með námið. Nemendur tala um góða kennslu og stuðning kennara, litla hópa og persónumiðaða þjónustu.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.