
Sprettur er nýsköpunar menntunarverkefni fyrir inngildingu og gagnkvæm aðlögun innflytjenda í háskólanám, sem starfar í kennslusviði við Háskóla Íslands.
Markmið Spretts er að stuðla að þátttöku fleiri innflytjenda í háskólanámi sem einni bestu leiðinni til að læra að læra og vinna saman, læra hver af öðrum og frá fjöltyngdu og þverfaglegu háskólasamfélagi, efla samþættingu og samvinnu fyrir betri og innihaldsrík samskipti í stærra samfélagi.
Margir innflytjendur eiga skilið tækifæri til að upplifa háskólalíf, en þeir gætu þurft stuðningsnet til að læra og takast á við kröfur háskólanáms á skapandi hátt, innan vistkerfis sem tilheyrir fjölmenningarlegt lærdómssamfélagi.
Gildi Spretts eru inngilding, jöfn tækifæri til menntunar, gagnkvæm aðlögun, að tilheyra, virk borgaravitund, félagslegt réttlæti, fjölmenningarleg viska, vistfræðileg hugsun, jarðarborgaravitund, lærdómssamfélög.
Munið: Aðgangur án stuðnings er ekki tækifæri.

Verkefnin
Sprettur stuðlar að gagnkvæm aðlögun innflytjenda og nemenda með erlendan bakgrunn í háskólasamfélagið með því að innleiða fjölbreyttar námsaðferðir:
- Fjölmenningarfulltrúi: Verkefnisstjóri Spretts er fjölmenningarfulltrúi Háskóla Íslands og vinnur í samvinnu við jafnréttisfulltrúa til að sjá um jafnrétti og inngildingu innan háskólasamfélagsins. Fjölmenningarfulltrúinn býður upp á fyrirlestra og ráðgjöf og stuðlar að menningarlegum viðburðum.
- Ráðgjöf: Sprettur býður upp á upplýsingar og leiðbeiningar til að íhuga valkosti og kröfur fyrir að sækjast eftir háskólanámi.
- Námshópar: Sprettur býður upp á tækifæri til að sækja regluleg námshópa með mentora til að styðja við heimanám í mismunandi þekkingarsviðum, fyrir nemendur sem eru að ljúka framhaldsskóla og ætla að halda áfram í háskólanám. Skráning er nauðsynleg.
- Undirbúningur fyrir háskólanám: Röð fyrirlestra og vinnustofa til að undirbúa sig betur fyrir háskólamenningu og menntunar, félagslegar og menningarlegar áskoranir hennar. Þessir viðburðir eru opnir fyrir innflytjendasamfélagið með fyrri skráningu.
- Stuðningur við íslenskunám: Viðbótarstuðningur við að æfa íslensku og fjölbreyttar námsaðferðir til tungumálanáms.
- Fjölmenningarleg leiðsögn/mentoring: Sprettur býður upp á þjálfun og menntun í þessu mikilvæga hlutverki að styðja við nám og menningaraðlögun nemenda með erlendan bakgrunn.
- Mentor lab: Sprettur býður upp á vinnustofur um hvernig á að setja upp mentorakerfi í skólum, sniðin að staðbundnum aðstæðum og þörfum.
- Inngilding í háskólann: Sprettur tekur virkan þátt í verkefninu að þróa stefnu um inngildingu nemenda með erlendan bakgrunn fyrir opinbera háskóla á Íslandi.