Grunnskólakennaranám er fimm ára nám. Markmið námsins er að undirbúa nema fyrir kennslu í grunnskóla, umsjón með nemendahópi, samstarf heimila og skóla og þátttöku í þróunarstarfi. Allir grunnskólakennaranemar taka námskeið í íslensku, stærðfræði og nokkrum öðrum kennslugreinum grunnskólans og sérhæfa sig í einni þeirra. Í náminu er grunnur lagður að þekkingu á kennsluháttum og hugmyndum manna um nám. Áhersla er lögð á að hver kennaranemi geti mótað námið eftir áhugasviði sínu og valið sér leiðir til sérhæfingar. Umsóknarfrestur í grunnnám er 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní. Sótt er um nám á hi.is. Í fimm ára kennaranámi geta nemar valið um að sérhæfa sig í kennslu yngri barna eða í faggreinakennslu með sérhæfingu í völdum námsgreinum grunnskólans. Námið veitir leyfisbréf til kennslu. Námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi Grunnnám Grunnskólakennsla með áherslu á erlend tungumál B.Ed. Grunnskólakennsla með áherslu á íslensku B.Ed. Grunnskólakennsla með áherslu á list- og verkgreinar B.Ed. Grunnskólakennsla með áherslu á náttúrugreinar B.Ed. Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar B.Ed. Grunnskólakennsla með áherslu á stærðfræði B.Ed. Grunnskólakennsla með áherslu á upplýsingatækni og miðlun B.Ed. Grunnskólakennsla yngri barna B.Ed. Heilsuefling og heimilisfræði B.Ed. Framhaldsnám Grunnskólakennsla yngri barna M.Ed. Grunnskólakennsla yngri barna MT Kennsla erlendra tungumála M.Ed. Kennsla erlendra tungumála MT Kennsla íslensku M.Ed. Kennsla íslensku MT Kennsla list- og verkgreina M.Ed. Kennsla list- og verkgreina MT Kennsla náttúrugreina M.Ed. Kennsla náttúrugreina MT Kennsla samfélagsgreina M.Ed. Kennsla samfélagsgreina MT Kennsla stærðfræði M.Ed. Kennsla stærðfræði MT Kennsla upplýsingatækni og miðlunar M.Ed. Kennsla upplýsingatækni og miðlunar MT Kennslufræði yngri barna í grunnskóla að loknu BA/BS-prófi M.Ed. Kennslufræði yngri barna í grunnskóla að loknu BA/BS-prófi MT Heilsuefling og heimilisfræði M.Ed. Heilsuefling og heimilisfræði MT Tengt efni Umsókn um nám facebooklinkedintwitter