Skip to main content

Menntun allra og sérkennslufræði

Menntun allra og sérkennslufræði

Menntavísindasvið

Menntun allra og sérkennslufræði

M.Ed. – 120 einingar

Námið er fyrir þau sem lokið hafa B.Ed. með 90 einingum til sérhæfingar á námssviði í grunn- eða leikskóla, eða í kennslugrein grunnskóla.

Í náminu öðlast nemendur hæfni í að vinna með öðrum að því að skapa menningu í skólastarfi þar sem styrkleikar allra fá að njóta sín.

Skipulag náms

X

Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennslufræði og fjöltyngi (MAL103F)

Tungumál er nauðsynlegt tæki til tjáningar og samskipta og opnar dyr að þekkingu og skilningi á samfélögum. Þekking á tungumálum eykur víðsýni, stuðlar að vitsmunaþroska og betri skilningi á eigin menningu. Fjöltyngi tengist menntun, árangri og vellíðan nemenda.
Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur kynnist leiðum til að meta og nýta tungumála- og menningarauðlindir nemenda, og geti beitt kennsluaðferðum sem byggja á tungumálaforða fjöltyngdra barna og ungmenna til að efla nám þeirra.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.