Kosningar vegna rektorskjörs í Háskóla Íslands árið 2025 eru rafrænar og hefjast kl. 9 þann 18. mars nk. og þeim lýkur kl. 17 þann 19. mars. Kosningarnar fara fram á Uglu, innri vef Háskóla Íslands. Kjörskrá liggur fyrir – hvernig er kosið? Kjörskrá liggur nú fyrir og er kærufrestur liðinn. Á kjörskrá eru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Ef kjósandi á í vandræðum með að kjósa af persónulegum eða tæknilegum ástæðum er aðstoð veitt við að kjósa af starfsfólki Upplýsingatæknisviðs HÍ. Það er gert á þjónustuborði á Háskólatorgi frá kl. 9-15 báða kjördaga. Þar sem kosningar eru rafrænar eru kjósendur hvattir til að kanna með lykilorð að Uglu því án slíks er ekki unnt að kjósa. Ef þú ert á kjörskrá þá kýst þú hér þegar kosningarnar hefjast þriðjudaginn 18. mars. Þú getur ekki opnað þennan tengil nema hafa lykilorð að Uglu. Ef þú átt í vandræðum með að opna tengilinn og fá aðgang að Uglu, eða manst ekki lykilorðið, skaltu óska eftir tækniaðstoð hér: Tækniaðstoð – Þjónustumiðja Mjög skýrar upplýsingar um ferlið við kosningarnar er að finna á Uglu. Þær má kynna sér á þessum hlekk: UGLA - Rektorskjör 2025 - Svona kýst þú Ef enginn frambjóðenda fær meirihluta gildra atkvæða er kosið á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Síðari umferðin, ef á þarf að halda, fer fram viku eftir að úrslit fyrri umferðar liggja fyrir. Frambjóðendur í rektorskjöri (í stafrófsröð) Átta umsækjendur töldust uppfylla skilyrði um embættisgengi en einn hefur dregið umsókn sína til baka. Björn Þorsteinsson Björn Þorsteinsson, prófessor við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands Starfsferill: 2016– : prófessor í heimspeki við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands 2014–2016: lektor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands 2012–2014: sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands 2009–2012: nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands 2007–2009: sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands 2004–2014: stundakennsla við Hugvísindasvið og Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands 2008–2010: ritstjóri Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands (ásamt Gauta Kristmannssyni og Ásdísi R. Magnúsdóttur) 2005–2015: ritstjóri Lærdómsrita Hins íslenzka bókmenntafélags (ásamt Ólafi Páli Jónssyni og Eyju Margréti Jóhönnu Brynjarsdóttur) 1997–1999: ritstjóri hjá Máli og menningu Stjórnunar- og leiðtogareynsla: 2023–: einn fimm verkefnisstjóra í rannsóknarverkefninu Freedom to Make Sense/Frelsi til merkingarsköpunar sem hlaut öndvegisstyrk hjá Rannsóknasjóði (Rannís) 2016–2020: formaður námsbrautar í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands 2018–2020: formaður kennslunefndar Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og fulltrúi sviðsins í Kennslumálanefnd Háskóla Íslands 2017– : formaður stjórnar Heimspekisjóðs Brynjólfs Bjarnasonar 2016–2017: formaður stjórnar Útgáfusjóðs Listaháskóla Íslands 2016–2017: fulltrúi Hugvísindasviðs í Vísindanefnd Háskóla Íslands 2016–2018: formaður fagráðs hugvísinda hjá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og fulltrúi hugvísinda í stjórn sjóðsins 2014–2016: formaður stjórnar Heimspekistofnunar Háskóla Íslands og fulltrúi stofnunarinnar í stjórn Hugvísindastofnunar; Fjölskylduhagir: Giftur Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur rithöfundi, menningarfræðingi og sýningarstjóra og eigum við þrjár dætur Vefsíða Björns Síður á samfélagsmiðlum: Björn á Facebook Björn á Bluesky Ganna Pogrebna Ganna Pogrebna, prófessor, framkvæmdastjóri AI and Cyber Futures Institute, Charles Sturt University; leiðtogi í hegðunarlegum gagnavísindum hjá The Alan Turing Institute; heiðursprófessor í hegðunarlegri viðskiptagreiningu og gagnavísindum Starfsferill: Verðlaunaður akademískur leiðtogi, framúrskarandi þverfaglegur fræðimaður, framkvæmdastjóri og stefnumótandi ráðgjafi með yfir 20 ára reynslu. Viðurkennd sem Tech Women 100 Winner UK (2019), Women in AI 2024 Winner (Asia-Pacific, Risk and Cybersecurity) og tilnefnd til AI Awards Australia 2024 (AI Female Leader of the Year). Hefur mikla reynslu af stjórnun á rannsóknum með mikinn áhrifastuðul (hefur fengið yfir 30 milljónir ástralska dollara í styrki á síðasta áratug) og viðhaldið alþjóðlegum samstarfsnetum. Hefur leitt stefnumótandi verkefni fyrir bæði opinberan og einkageirann, þar á meðal Google, Telstra, HSBC og Office of National Intelligence Australia. Hugsuður og leiðtogi á sviði gervigreindar, netöryggis og hegðunarlegra gagnavísinda. Stjórnunar- og leiðtogareynsla: Ganna hefur mikla reynslu í stefnumótandi forystu, rannsóknarstjórnun og uppbyggingu stofnana. Sem framkvæmdastjóri AI and Cyber Futures Institute (AICF) stofnaði hún öfluga rannsóknar- og menntamiðstöð sem stuðlar að þverfaglegum rannsóknum, samstarfi við atvinnulíf og stefnumótandi þróun. Sem leiðtogi á sviði hegðunarlegrar gagnavísinda hjá The Alan Turing Institute stýrði hún þverfaglegum verkefnum í gervigreind, netöryggi og hegðunarvísindum. Hún hefur gegnt leiðtogahlutverkum við Warwick-háskóla og Háskólann í Birmingham þar sem hún byggði upp samstarf við atvinnulíf, stjórnaði stórum rannsóknarverkefnum og efldi vísindaleg áhrif stofnana. Ganna hefur einnig leitt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf, ráðlagt stefnumótandi aðilum og þróað stjórnendanám fyrir háskóla og atvinnulíf. Fjölskylda: Er gift og á son. Vefsíða Gönnu Síður á samfélagsmiðlum: Ganna á LinkedIn Ingibjörg Gunnarsdóttir Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Starfsferill: 2023– : Aðstoðarrektor vísinda (og samfélags frá 2025), Háskóli Íslands. 2024– : Forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, tímabundið starf frá 1.mars – 30.júní 2013–2023: Forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala 2013–2023: Yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri Næringarstofu Landspítala 2010– : Prófessor, Matvæla- og næringarfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið, HÍ 2008–2010: Dósent, Matvæla- og næringarfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið, HÍ 2006–2008: Dósent, Matvælafræðiskor, Raunvísindadeild HÍ Stjórnunar- og leiðtogareynsla: Víðtæk reynsla af stjórnun innan Háskóla Íslands og leiðandi hlutverk í innlendu og alþjóðlegu rannsóknastarfi. Mannaforráð auk faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar á Næringarstofu Landspítala. 2023– : Formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ 2023– : Formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla 2023– : Forstöðumaður og formaður stjórnar Miðstöðvar framhaldsnáms HÍ 2019– : Vísindaráð Landspítala, skipuð af forstjóra 2019–2023 og 2023–2027 2021–2022: Stjórn fasteignafélags Háskóla Íslands 2018–2022: Kjörin fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði Háskóla Íslands og varaformaður ráðsins 2018–2020 og 2020–2022 Fjölskylduhagir: Maki er Ólafur Heimir Guðmundsson og börn Elías Rafn (f.2000), Gunnar Heimir (f.2002) og Björgvin Ingi (f.2004). Vefsíða Ingibjargar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og dósent við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Starfsferill: Forseti Menntavísindasviðs frá 2018 Dósent í tómstunda- og félagsmálafræði frá 2017 Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði frá 2013 Deildarstjóri barnastarfs við Frístundamiðstöðina Tónabæ 2004-2008 Forstöðumaður frístundaheimilisins Laugarsels við Laugarnesskóla 2002- 2004 Stjórnunar- og leiðtogareynsla: Ég hef mikla stjórnunarreynslu innan háskóla og hef leitt eitt af fimm fræðasviðum háskólans í tæp sjö ár. Ég hef setið í fjármálanefnd Háskólans frá 2018, leiði stjórn Menntavísindastofnunar og er formaður Nýsköpunarstofu menntunar. Ég leiddi stýrihóp um raunfærnimat í kennaranámi 2021 til 2023 og sat í stjórn Endurmenntunar 2022 til 2024. Ég var námsbrautarformaður í tómstunda- og félagsmálafræði 2013-2015 og leiddi fastanefnd um meistaranám á Menntavísindasviði á sama tíma. Ég var formaður námsleiðar í uppeldis- og menntunarfræði 2009 til 2012. Þá var ég formaður félags um menntarannsóknir 2017 til 2022 og formaður félags doktorsnema á Menntavísindasviði 2010 til 2012. Fjölskylduhagir: Ég varð ung móðir og átti tvær dætur þegar ég hóf háskólanám árið 1992. Síðar eignuðumst ég og maðurinn minn, Róbert H. Haraldsson, þrjú börn saman. Við eigum því alls fimm börn og eignuðumst nýlega fyrsta barnabarnið. Vefsíða Kolbrúnar Síður á samfélagsmiðlum: Framboðssíða Kolbrúnar á Facebook Kolbrún á Instagram Kolbrún á Facebook Kolbrún á LinkedIn Magnús Karl Magnússon Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Starfsferill: Ég hef mikla reynslu af störfum innan skólans; ég hef gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og hef allan þann tíma sinnt mikilli kennslu og verið mjög virkur í rannsóknum. Ég hef víðtæka rannsóknarþjálfun og reynslu á sviði grunnvísinda læknisfræðinnar allt frá grunnnámi mínu, gegnum framhaldsnám í Bandaríkjunum og við Landspítalann áður en hóf störf við skólann. Ég hef hlotið fjölmarga styrki frá Rannsóknarsjóði Vísinda- og tækniráðs. Ég ritstýrði og leiddi umsókn frá stórum hópi vísindamanna, „Markáætlun um erfðafræði”, auk þess að fá verkefna- og öndvegisstyrki. Einnig hafa 8 doktorsnemar útskrifast undir minni leiðsögn og/eða umsjón. Stjórnunar- og leiðtogareynsla: Ég hef gegnt fjölmörgum stjórnunar- og nefndarstörfum. Ég var forseti Læknadeildar á árunum 2013-16. Læknadeild er ein stærsta deild Háskólans með yfir 100 akademíska starfsmenn, margar námsleiðir á öllum námsstigum og mikil umsvif í rannsóknum. Sem deildarforseti hafði ég leiðandi hlutverk á fjölmörgum sviðum, meðal annars mannaráðningum, flóknum störfum er snúa að samþættingu háskóla- og klínískra starfa stórs hóps akademískra starfsmanna deildarinnar og flóknum starfsmannamálum sem koma upp í svo stórri deild. Ég hef einnig verið formaður stjórna tveggja þverfaglegra eininga inna skólans; námsleið í talmeinafræði (meistaranám) og Miðstöð í lýðheilsvísindum.Ég hef auk þess víðtæka reynslu af nefndarstörfum. Fjölskylduhagir: Ekkill, tvö uppkomin börn. Vefsíða Magnúsar Karls Síður á samfélagsmiðlum: Magnús Karl á Facebook Magnús Karl á Substack Oluwafemi E Idowu Oluwafemi E Idowu, prófessor í forystu og stefnumótun í heilbrigðisþjónustu, og kennslustjóri/forstöðumaður við Oxford Business College, Oxford, Englandi Starfsferill: Ég tel mig kraftminkinn og móttækilega háskólamann, leiðtoga og vísindamann sem státar af nærri 35 ára starfsreynslu innan og utan akademíu. Leiðtoga- og stjórnunarhæfileika mína hef ég þróað í núverandi og fyrrverandi stjórnunarstöðum. Ég hef reynslu af þróun stefnu og hef nýtt þessa reynslu til að móta menningu og bæta frammistöðu í takt við stefnumál háskóla. Ég hef fellt þessi markmið inn í starfsmannamat með áherslu á teymisvinnu og sameiginlega ábyrgð. Áherslur mínar í stjórnun, háskólamálum og rannsóknum hverfast um skipulag, frammistöðu, forystu og siðfræði í heilbrigðisþjónustu. Ég vinn nú að rannsóknum tengdum kenningum um skipulagsmenningu og áhrifaþáttum frammistöðu á vinnustöðum. Ég hef sérstakan áhuga á áhrifum og notkun þessara þátta í frammistöðu og hegðun innan skipulagsheilda. Stjórnunar- og leiðtogareynsla: Ég hef ástríðu fyrir kennslufræðum og státa af frábærum árangri í kennslu og stjórnun. Ég nýt mín í endurskoðun á skilvirkum kennslutólum og þróun nýrra lærdóms- og matslíkana. Ég bý yfir fjölbreyttri reynslu af kennslu og kennslutengdri vinnu á sviðum forystu, heimspeki lækninga og rannsóknaraðferða. Ég hef umtalsverða reynslu af störfum innan opinbera geirans, af stjórnun og þróun fjölbreyttrar og flókinnar heilbrigðisþjónustu, menntunar og starfsþróunar. Ég legg mikla áherslu á gæði, hagnýtar rannsóknir tengdar hegðun innan skipulagsheilda, þróun framtíðarhugsuða og að hafa áhrif á frammistöðu stjórnenda. Fjölskylduhagir: Er giftur og á fjögur börn. Síður á samfélagsmiðlum: Oluwafemi á Twitter Silja Bára Ómarsdóttir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands Starfsferill: 2020–: Prófessor, Stjórnmálafræðideild 2018–2020: Dósent, Stjórnmálafræðideild 2008–2018: Aðjunkt I, Stjórnmálafræðideild Kennsla og rannsóknir á sviði alþjóðasamskipta og utanríkis- og öryggismála Íslands í víðu samhengi. 2006–2008 Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ sviðs- og verkefnastjóri á Jafnréttisstofu 2003-2006 2003–2006: Sviðs- og verkefnastjóri á Jafnréttisstofu Fulltrúi háskólasamfélagsins í Háskólaráði HÍ 2022 til dagsins í dag. Meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Einn aðalritstjóra Scandinavian Political Studies 2023-2026. Ýmis nefndarstörf innan HÍ og á öðrum vettvangi. PhD 2018, University College Cork MA 1998, University of Southern California BA 1995, Lewis & Clark College Viðbótardiplómur í rannsóknaraðferðum félagsvísinda og kennslufræði háskóla frá HÍ 2011 og 2012 Stjórnunar- og leiðtogareynsla: Fulltrúi í Háskólaráði 2022 til dagsins í dag. Í stjórn Fasteigna HÍ frá 2023. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ 2006-2008, efldi starf með styrkjaöflun og fjölgaði starfsfólki verulega. Formaður Rauða krossins á Íslandi frá 2022, varaformaður 2020-2022 og í stjórn frá 2018. Leiddi stefnumótun félagsins fyrir 2020-2030 og ber ábyrgð á öllu starfi þess. Formaður Jafnréttisráðs 2019-2021. Hef lokið námskeiðum í stjórnun þriðja geirans. Meðlimur í Global Community for Women’s Leadership, sem býður m.a. upp á þjálfun fyrir konur í stjórnun í æðri menntun. Í stjórn Alþjóðamálastofnunar HÍ síðan 2015, varaformaður síðan 2017. Í Kennslumálanefnd Háskólaráðs 2015-2017, í stjórn Rannsóknasjóðs HÍ 2020-2022. Vefsíða Silju Báru Síður á samfélagsmiðlum: Silja Bára á Facebook Silja Bára á Instagram Silja Bára á BlueSky Nánar um fyrirkomulag rektorskjörs Rektorskjör skal fara fram eigi síðar en sjö vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Kosning er rafræn og skal kjörfundur standa í rúman sólarhring frá kl. 9:00 fyrri daginn til kl. 17:00 síðari daginn. Talning atkvæða hefst strax að kjörfundi loknum. Umsækjandi telst hafa hlotið tilnefningu í embætti rektors sem hlýtur meirihluta gildra atkvæða í kosningunum. Ef enginn fær svo mörg atkvæði skal kjósa að nýju viku eftir að úrslit fyrri umferðar liggja fyrir um þá tvo sem fengu flest atkvæði. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs að loknum kosningunum. Nýr rektor Háskóla Íslands tekur við embætti 1. júlí nk. og er skipunartíminn til 30. júní 2030. Atkvæðisréttur Atkvæðisrétt við rektorskjör hefur bæði starfsfólk og nemendur sem hér segir: Starfsfólk Öll sem skipuð eru eða ráðin í starf við háskólann og stofnanir hans í samræmi við gildan ráðningarsamning hafa atkvæðisrétt. Starfsfólk í 75% starfshlutfalli eða hærra hefur heilt atkvæði. Starfsfólk í 37-74% starfshlutfalli hefur hálft atkvæði. Starfsfólk í lægra en 37% starfshlutfalli hefur ekki atkvæðisrétt. Akademískt starfsfólk á samstarfsstofnunum Háskóla Íslands, sem starfa á grundvelli sérlaga hefur hálft atkvæði. Stofnanirnar eru: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn Nemendur Allir nemendur, sem skrásettir eru í Háskóla Íslands við upphaf kjörfundar, hafa atkvæðisrétt. Atkvæði starfsfólks vega 70% í kjörinu og atkvæði nemenda 30%. Kjörskrá Nemendur og starfsfólk getur komist að því hvort það er á kjörskrá með því að smella hér. Ef þú ert ekki á kjörskrá en telur þig eiga að vera það, þú telur þig vera á rangri kjörskrá eða eiga að fara með annað atkvæðavægi, gastu sent kæru á kjorstjorn@hi.is. Kærufrestur rann út kl. 23:59 þann 11. mars nk. Kjörstjórn Kjörstjórn vegna rektorskjörs er skipuð af háskólaráði. Hún annast framkvæmd kosningarinnar fyrir hönd háskólaráðs. Meðal hlutverka hennar er: Umsjón með gerð kjörskrár Að ákveða kjördag Að úrskurða í kærumálum Sjá um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Í kjörstjórn sitja: Víðir Smári Petersen, prófessor við Lagadeild, formaður Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Gréta Dögg Þórisdóttir, nemandi við Lagadeild Jens Ingi Andrésson, nemandi við Lagadeild Sverrir Guðmundsson, verkefnisstjóri á vísinda- og nýsköpunarsviði Reglur um rektorskjör Nánari upplýsingar eru í reglum fyrir Háskóla Íslands, 6. grein: Kosning, tilnefning og embættisgengi rektors. Einnig í Verklagsreglum um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænnar kosningar til embættis rektors Háskóla Íslands og gerð rafrænnar kjörskrár. facebooklinkedintwitter