Þar sem enginn frambjóðenda fékk meirihluta greiddra atkvæða í rektorskjöri 18. og 19. mars verður kosið aftur á milli prófessoranna Magnúsar Karls Magnússonar og Silju Báru R. Ómarsdóttur. Kjörfundur hefst kl. 9.00 miðvikudaginn 26. mars og lýkur fimmtudaginn 27. mars kl. 17.00. Kjörskrá liggur fyrir – hvernig er kosið? Kjörskrá liggur fyrir og er kærufrestur liðinn. Á kjörskrá eru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Ef kjósandi á í vandræðum með að kjósa af persónulegum eða tæknilegum ástæðum er aðstoð veitt við að kjósa af starfsfólki Upplýsingatæknisviðs HÍ. Það er gert á þjónustuborði á Háskólatorgi frá kl. 9-15 báða kjördaga. Eftirstandandi frambjóðendur í rektorskjöri (í stafrófsröð) Í seinni umferð rektorskjörs stendur valið á milli tveggja frambjóðenda. Show Magnús Karl Magnússon Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Starfsferill: Ég hef mikla reynslu af störfum innan skólans; ég hef gegnt stöðu prófessors við Læknadeild í tæp sextán ár og hef allan þann tíma sinnt mikilli kennslu og verið mjög virkur í rannsóknum. Ég hef víðtæka rannsóknarþjálfun og reynslu á sviði grunnvísinda læknisfræðinnar allt frá grunnnámi mínu, gegnum framhaldsnám í Bandaríkjunum og við Landspítalann áður en hóf störf við skólann. Ég hef hlotið fjölmarga styrki frá Rannsóknarsjóði Vísinda- og tækniráðs. Ég ritstýrði og leiddi umsókn frá stórum hópi vísindamanna, „Markáætlun um erfðafræði”, auk þess að fá verkefna- og öndvegisstyrki. Einnig hafa 8 doktorsnemar útskrifast undir minni leiðsögn og/eða umsjón. Stjórnunar- og leiðtogareynsla: Ég hef gegnt fjölmörgum stjórnunar- og nefndarstörfum. Ég var forseti Læknadeildar á árunum 2013-16. Læknadeild er ein stærsta deild Háskólans með yfir 100 akademíska starfsmenn, margar námsleiðir á öllum námsstigum og mikil umsvif í rannsóknum. Sem deildarforseti hafði ég leiðandi hlutverk á fjölmörgum sviðum, meðal annars mannaráðningum, flóknum störfum er snúa að samþættingu háskóla- og klínískra starfa stórs hóps akademískra starfsmanna deildarinnar og flóknum starfsmannamálum sem koma upp í svo stórri deild. Ég hef einnig verið formaður stjórna tveggja þverfaglegra eininga inna skólans; námsleið í talmeinafræði (meistaranám) og Miðstöð í lýðheilsvísindum.Ég hef auk þess víðtæka reynslu af nefndarstörfum. Fjölskylduhagir: Ekkill, tvö uppkomin börn. Vefsíða Magnúsar Karls Síður á samfélagsmiðlum: Magnús Karl á Facebook Magnús Karl á Substack Show Silja Bára R. Ómarsdóttir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands Starfsferill: 2020–: Prófessor, Stjórnmálafræðideild2018–2020: Dósent, Stjórnmálafræðideild2008–2018: Aðjunkt I, Stjórnmálafræðideild Kennsla og rannsóknir á sviði alþjóðasamskipta og utanríkis- og öryggismála Íslands í víðu samhengi. 2006–2008 Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ sviðs- og verkefnastjóri á Jafnréttisstofu 2003-20062003–2006: Sviðs- og verkefnastjóri á Jafnréttisstofu Fulltrúi háskólasamfélagsins í Háskólaráði HÍ 2022 til dagsins í dag. Meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Einn aðalritstjóra Scandinavian Political Studies 2023-2026. Ýmis nefndarstörf innan HÍ og á öðrum vettvangi. PhD 2018, University College CorkMA 1998, University of Southern CaliforniaBA 1995, Lewis & Clark CollegeViðbótardiplómur í rannsóknaraðferðum félagsvísinda og kennslufræði háskóla frá HÍ 2011 og 2012 Stjórnunar- og leiðtogareynsla: Fulltrúi í Háskólaráði 2022 til dagsins í dag.Í stjórn Fasteigna HÍ frá 2023.Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ 2006-2008, efldi starf með styrkjaöflun og fjölgaði starfsfólki verulega.Formaður Rauða krossins á Íslandi frá 2022, varaformaður 2020-2022 og í stjórn frá 2018. Leiddi stefnumótun félagsins fyrir 2020-2030 og ber ábyrgð á öllu starfi þess.Formaður Jafnréttisráðs 2019-2021.Hef lokið námskeiðum í stjórnun þriðja geirans. Meðlimur í Global Community for Women’s Leadership, sem býður m.a. upp á þjálfun fyrir konur í stjórnun í æðri menntun.Í stjórn Alþjóðamálastofnunar HÍ síðan 2015, varaformaður síðan 2017. Í Kennslumálanefnd Háskólaráðs 2015-2017, í stjórn Rannsóknasjóðs HÍ 2020-2022.Vefsíða Silju Báru Síður á samfélagsmiðlum: Silja Bára á Facebook Silja Bára á InstagramSilja Bára á BlueSky Nánar um fyrirkomulag rektorskjörs Rektorskjör skal fara fram eigi síðar en sjö vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Kosning er rafræn og skal kjörfundur standa í rúman sólarhring frá kl. 9:00 fyrri daginn til kl. 17:00 síðari daginn. Talning atkvæða hefst strax að kjörfundi loknum. Umsækjandi telst hafa hlotið tilnefningu í embætti rektors sem hlýtur meirihluta gildra atkvæða í kosningunum. Ef enginn fær svo mörg atkvæði skal kjósa að nýju viku eftir að úrslit fyrri umferðar liggja fyrir um þá tvo sem fengu flest atkvæði. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs að loknum kosningunum. Nýr rektor Háskóla Íslands tekur við embætti 1. júlí nk. og er skipunartíminn til 30. júní 2030. Atkvæðisréttur Atkvæðisrétt við rektorskjör hefur bæði starfsfólk og nemendur sem hér segir: Starfsfólk Öll sem skipuð eru eða ráðin í starf við háskólann og stofnanir hans í samræmi við gildan ráðningarsamning hafa atkvæðisrétt. Starfsfólk í 75% starfshlutfalli eða hærra hefur heilt atkvæði.Starfsfólk í 37-74% starfshlutfalli hefur hálft atkvæði.Starfsfólk í lægra en 37% starfshlutfalli hefur ekki atkvæðisrétt.Akademískt starfsfólk á samstarfsstofnunum Háskóla Íslands, sem starfa á grundvelli sérlaga hefur hálft atkvæði. Stofnanirnar eru: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðumTilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að KeldumLandsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn Nemendur Allir nemendur, sem skrásettir eru í Háskóla Íslands við upphaf kjörfundar, hafa atkvæðisrétt. Atkvæði starfsfólks vega 70% í kjörinu og atkvæði nemenda 30%. Kjörskrá Nemendur og starfsfólk getur komist að því hvort það er á kjörskrá með því að smella hér. Kærufrestur rann út kl. 23:59 þann 11. mars nk. Kjörstjórn Kjörstjórn vegna rektorskjörs er skipuð af háskólaráði. Hún annast framkvæmd kosningarinnar fyrir hönd háskólaráðs. Meðal hlutverka hennar er: Umsjón með gerð kjörskrárAð ákveða kjördagAð úrskurða í kærumálumSjá um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Í kjörstjórn sitja: Víðir Smári Petersen, prófessor við Lagadeild, formaðurAðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við LagadeildEbba Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildGréta Dögg Þórisdóttir, nemandi við LagadeildJens Ingi Andrésson, nemandi við LagadeildSverrir Guðmundsson, verkefnisstjóri á vísinda- og nýsköpunarsviði Reglur um rektorskjör Nánari upplýsingar eru í reglum fyrir Háskóla Íslands, 6. grein: Kosning, tilnefning og embættisgengi rektors. Einnig í Verklagsreglum um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænnar kosningar til embættis rektors Háskóla Íslands og gerð rafrænnar kjörskrár. facebooklinkedintwitter