Skip to main content
19. mars 2025

Kosið aftur milli Magnúsar Karls og Silju Báru í rektorskjöri

Kosið aftur milli Magnúsar Karls og Silju Báru í rektorskjöri - á vefsíðu Háskóla Íslands

Kosið verður aftur á milli Magnúsar Karls Magnússonar og Silju Báru R. Ómarsdóttur í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Úrslit kosninganna voru kunngjörð í Aðalbyggingu nú undir kvöld.

Í framboði voru Björn Þorsteinsson prófessor, Ganna Pogrebna prófessor, Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags og prófessor, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og dósent, Magnús Karl Magnússon prófessor, Oluwafemi E Idowu prófessor og Silja Bára R. Ómarsdóttir prófessor.

Kjörfundur stóð frá kl. 9.00 þriðjudaginn 18. mars til kl. 17.00 miðvikudaginn 19. mars og fór kosning fram með rafrænum hætti.

Kjörskrá og kjörsókn 

Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, þar af 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Atkvæði greiddu alls 1.551 starfsmaður eða 88,5% á kjörskrá og 4.779 stúdentar eða 37,3% á kjörskrá. Alls greiddu 6.330 atkvæði og var því kosningaþátttaka í heild 43,5%. Auðir seðlar voru 144 eða 1,3% af greiddum atkvæðum. 

Kjósendur á kjörskrá, greidd atkvæði og kjörsókn

kjorskra

Úrslit rektorskjörsins

Atkvæði starfsfólks vógu 70% í kjörinu og atkvæði nemenda 30%. Að teknu tilliti til vægis kjósendahópa skiptust atkvæði milli frambjóðenda sem hér segir:
 
urslit

Þar sem enginn frambjóðenda fékk meirihluta greiddra atkvæða eins og kveðið er á um í reglum Háskóla Íslands verður kosið á milli Magnúsar Karls og Silju Báru eins og áður greinir. Kjörfundur hefst kl. 9.00 miðvikudaginn 26. mars og lýkur fimmtudaginn 27. mars kl. 17.00.

Aðalbygging
Úrslit rektorskjörsins.
+1

Kosið verður aftur á milli Magnúsar Karls Magnússonar og Silju Báru R. Ómarsdóttur í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Úrslit kosninganna voru kunngjörð í Aðalbyggingu nú undir kvöld. MYND/Kristinn Ingvarsson