Skip to main content

Geislafræði - Lokapróf á meistarastigi

Geislafræði - Lokapróf á meistarastigi

Heilbrigðisvísindasvið

Geislafræði

Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar

Diplómanám í geislafræði er eins árs fræðilegt og verklegt nám að loknu BS-námi í geislafræði. Námið veitir nemendum fræðilega, hagnýta og aðferðafræðilega þekkingu til að takast á við fjölbreytileg störf á myndgreiningarsviði.

Námið veitir réttindi til að starfa sem geislafræðingur.

Skipulag náms

X

Brjóstarannsóknir (GSL111F)

Almenn kynning á brjóstamyndatökum ásamt helstu sjúkdómum sem tengjast brjóstum. Hvernig brjóstamyndataka er framkvæmd og því sem tengist innstillingum.  

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum fyrir brjóstamyndatökum og helstu rannsóknum. Mikilvægi myndgæða og að þekkja helstu myndgalla sem og hvernig hægt er að lagfæra þá. Hvernig á að aðlaga rannsóknum eftir hverjum og einum.  

Áhersla verður lögð á einkenni brjóstakrabbameins, fagleg vinnubrögð ásamt mikilvægi góðra samskipta. Farið verður yfir helstu hugtök og orðræðu geislafræðinnar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Særún Ósk Diego Arnarsdóttir
Særún Ósk Diego Arnarsdóttir
Geislafræði, viðbótardiplóma

Eftir BS nám í geislafræði er nauðsynlegt að fara í framhaldsnám til þess að öðlast starfsréttindi sem geislafræðingur. Ég valdi diplómunámið þar sem ég var svo spennt að byrja að vinna við fagið. Þó að námið sé stutt þá undirbýr það mann rosalega vel fyrir rannsóknarverkefni og ritgerðarskrif og það gefur manni einnig innsýn í stjórnunarfræði sem er góður undirbúningur fyrir framtíðarstörf. Það sem mér fannst skemmtilegast við námið var starfsnámið sem hjálpar gríðalega þegar það kemur að því að velja rannsóknarverkefni sem er unnið að í seinni hluta námsins. Rannsóknarverkefnið getur verið krefjandi en á sama tíma er það skemmtilegt þar sem maður getur dýpkað þekkingu sýna í leiðinni til að verða góður og sterkur geislafræðingur.

Skrifstofa Námsbrauta í geislafræði og lífeindafræði
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: gol@hi.is

Opið alla virka daga frá 9-12

Geislafræðin á Facebook

Stapi

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.