Nýnemadagar fóru fram í Háskóla Íslands dagana 30. ágúst til 4. september. Þeir voru með nokkuð öðru sniði en venjulega vegna samkomutakmarkana sem í gildi voru vegna kórónuveirufaraldursins. Hér má sjá myndir frá móttöku nýnema við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Félagsvísindasvið, Menntavísindasvið og móttöku erlendra nema. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.