Erasmus+ ferðastyrkir fyrir starfsfólk
Hvenær
7. nóvember 2024 13:00 til 13:40
Hvar
Háskólatorg
HT-101
Nánar
Kynningin er hluti af Alþjóðadögum HÍ 6.-8. nóvember
Fulltrúi frá Alþjóðasviði kynnir möguleika á Erasmus+ styrkjum til kennara- og starfsmannaskipta. Farið verður yfir skilyrði fyrir styrk og umsóknarferlið.
Þá verður fjallað um þann möguleika deilda HÍ að bjóða til sín fulltrúum fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka í öðrum þátttökulöndum Erasmus+ til að sinna gestakennslu.
Þeir sem hafa áhuga á ferða- og dvalarstyrkjum innan Evrópu hafi samband við Áslaugu Jónsdóttur (erasmus.outgoingstaff@hi.is).
Erasmus+ styrkir til kennara- og starfsmannaskipta innan Evrópu
Kynningin verður á íslensku og fer fram í stofu HT-101.
Fulltrúi frá Alþjóðasviði kynnir möguleika á Erasmus+ styrkjum til kennara- og starfsmannaskipta.