Skip to main content

Hvað getum við lært af Dönum? Miðlun sögunnar í Danmörku

Hvað getum við lært af Dönum? Miðlun sögunnar í Danmörku - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. september 2024 13:30 til 15:20
Hvar 

Háskólatorg

105

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þrír danskir sérfræðingar á sviði miðlunar segja frá reynslu sinni af miðlun sögu Danmerkur í stofu 105 á Háskólatorgi, fimmtudaginn 26. september kl. 13:30-15:20. Erindin eru hluti af opnu málþingi um miðlun sögunnar sem fram fer á Landsbókasafni, Háskólatorgi og Þjóðskjalasafni dagana 26. og 27. september. Verið öll velkomin.

Annars vegar verður fjallað um vef um Danmerkursögu sem notið hefur gríðarlega vinsælda meðal almennings. Vefurinn byggir á fjölbreyttri miðlun rannsókna og hefur vakið sérstaka athygli fyrir það hversu vel hefur tekist að miðla flóknum rannsóknarniðustöðum til áhugasamra og er vefurinn t.d. nýttur mikið af bæði nemendum og kennurum grunn- og framhaldsskóla.

Hins vegar verður greint frá metnaðarfullu útgáfuverkefni Háskólaforlags Árósaháskóla, sem á árunum 2017-2026 gefur út 100 smárit um sögu Danmerkur sem vakið hafa mikla athygli fyrir skemmtilega nálgun, þar sem erindi fortíðarinnar við samtíðina er í forgrunni. Nú hafa rúmlega 80 bækur af 100 komið út og hér á landi er Sögufélag er að þróa ritröð sem fylgir dönsku fyrirmyndinni að miklu leyti.

Um fyrirlesara

Mette Frisk Jensen, Ph.D., er yfirsérfræðingur og sér um daglegan rekstur danmarkshistorien.dk við Árósaháskóla í Danmörku. Hún hefur stýrt miðlun rannsókna á vefnum og og m.a. þróað opið námskeið í Danmerkursögu (OOC) sem byggir á stafrænni miðlun og er aðgengilegt bæði á dönsku og ensku. Að auki hefur Mette Frisk Jensen gefið út bækur og efni um spillingu og stjórnsýslu í Danmörku á 18. og 19. öld.

Anne Sørensen, Ph.D., starfar einnig hjá danmarkshistorien.dk við Árósaháskóla í Danmörku. Hún hefur gefið út bækur og greinar á sviði Danmerkur- og Evrópusögu, sem og um stafræna sagnfræði og miðlun rannsókna. Hún hefur einnig kennt sagnfræðinemum að miðla rannsóknum til almennings.

Thomas Oldrup er sagnfræðiritstjóri hjá Háskólaforlagi Árósaháskóla (Aarhus Universitetsforlag) og sér þar t.d. um ritröðina 100 danmarkshistorier (100 Stories of Denmark). Í kringum útgáfu bókanna er einnig unnið mikið miðlunarstarf sem byggir m.a. á samstarfi við fjölmiðla, skóla og söfn. Til viðbótar við eigin greinar og bækur hefur hann áður ritstýrt tímaritinu Alt om Historie, framleitt útvarpsþætti og haldið ótal fyrirlestra.

Simon Halink, rannsóknarlektor í sagnfræði við Fryske Akademy í Hollandi, stýrir umræðum sem fara fram á ensku.

Danskir sérfræðingar segja frá reynslu sinni af miðlun sögu Danmerkur.

Hvað getum við lært af Dönum? Miðlun sögunnar í Danmörku