Skip to main content

Miðbiksmat í efnafræði - Ivan Tambovtsev

Miðbiksmat í efnafræði - Ivan Tambovtsev - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. desember 2023 14:00 til 16:00
Hvar 

VR-II

Stofa 138

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburðinum verður streymt á Zoom

Titill: Reikningar á sameindavélum sem byggðar eru á ljósörvun hendinna sameinda í vökvakristöllum (Calculations of molecular motors based on optical excitations of chiral molecules in liquid crystals)

Doktorsefni: Ivan Tambovtsev

Doktorsnefnd:
Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ
Elvar Örn Jónsson, sérfræðingur, Raunvísindastofnun Háskólans
Tatiana Orlova, dósent við ITMO háskólann í St. Pétursborg, Rússlandi
Sergei Egorov, prófessor við Virginíuháskóla, Charlottesville, Bandaríkjunum

Ágrip

Kennilegir reikningar eru gerðir til að greina og spá fyrir um virkni sameindavéla sem byggðar eru á ljósörvunum hendinna sameinda inni í vökvakristal. Tímaskalinn fyrir vélina er metinn með því að reikna lágmarksorkuferilinn milli mismunandi ástanda sameindanna. Möguleikarnir á því að hnika til tímaskalanum með því t.d. að setja inn F atóm í stað H atóma eru metnir og spáð fyrir um árhif slíkra breytinga. Samanburður við birt tilraunagildi fyrir aðra kynslóð sameindavéla sýnir góða samsvörun við reiknaðar niðurstöður. Sem dæmi sýna reikningarnir að með því að innleiða CF3 hóp í stað CH3 á einum stað eykst hvarfhraðinn en innleiðing á F atómi í sta H atóms á öðrum stað hægir á hvarfinu. Slíkar andverkandi breytingar er hægt að nota til að fá fram hagstæðasta líftíma óstöðugra ástandsins. Lögð er fram útskýring á því hvernig skipting á H atómi fyrir F atóm getur haft slík áhrif á upphafs, virkjunar og lokaástand hvarfsins, sem og rafeindabyggingu sameindavélanna. Frekari vinna í þessu verkefni mun fela í sér reikinga á ljósörvununum og færslu atómanna í örvaða ástandinu.