Skip to main content

Fyrirlestur í heimspeki: Tilraun um tunguna

Fyrirlestur í heimspeki: Tilraun um tunguna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. nóvember 2023 15:00 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 220

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Logi Gunnarsson heldur fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar 30. nóvember kl. 15:00-16:30 í stofu A220, Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist „Tilraun um tunguna“. Fyrirlesturinn verður á íslensku og er opinn öllum.

Útdráttur:

Fyrir fimmtíu árum birtist grein Þorsteins Gylfasonar, „Að hugsa á íslenzku“  þar sem hann skrifar: „Í fæstum orðum virðist mér eina vonin til þess að Íslendingur geti hugsað og skrifað yfirleitt vera sú að hann geti hugsað og skrifað á íslenzku.“ Í þessum fyrirlestri verða færð rök fyrir því að heimspekilega mikilvægt sé að hugsa og skrifa á móðurmálinu og á öðrum málum. Einnig verður farið fáum orðum um það stærra verkefni sem þessi fyrirlestur er hluti af.

Um fyrirlesarann:

Logi Gunnarsson er prófessor í heimspeki við Háskólann í Potsdam í Þýskalandi. Rannsóknir Loga spanna vítt svið en hafa einkum beinst að siðfræði, heimspeki heimspekinnar, frumspeki og heimspeki Wittgensteins og William James og hafa þær birst í formi fjölda greina og nokkurra bóka. Bók hans Stigi Wittgensteins, sem kom út á þýsku árið 2000, kom einnig út í íslenskri þýðingu á vegum Heimspekistofnunar árið 2005.

Logi Gunnarsson.

Fyrirlestur í heimspeki: Tilraun um tunguna