Skip to main content

Hátíð brautskráðra doktora

Hátíð brautskráðra doktora - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. desember 2023 13:00 til 14:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátiðasal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hátíð brautskráðra doktora fer fram í tólfta sinn í Hátíðasal skólans á fullveldisdeginum 1. desember kl. 13.

Á athöfninni munu doktorar sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands á tímabilinu 1. desember 2022 til 1. desember 2023 taka við gullmerki skólans.

Doktorsnám við Háskóla Íslands hefur eflst mjög frá aldamótum og hefur framlag doktorsnema til rannsókna og kennslu við skólann átt sinn þátt í aukinni velgengni hans. Í samstarfi við leiðbeinendur sína leggja doktorsnemar af mörkum mikilvægan skerf til þekkingarleitar og nýsköpunar og taka virkan þátt í að efla Háskólann sem alþjóðlega rannsóknastofnun.

Hátíð brautskráðra doktora fer fram í tólfta sinn í Hátíðasal skólans á fullveldisdeginum 1. desember kl. 13.

Hátíð brautskráðra doktora