Skip to main content

Rannsóknarsjóður Össurar og Ottobock

English version

Tilgangur Rannsóknarsjóðs Össurar og Ottobock er að fjármagna grunn- og hagnýtar vísindarannsóknir og frumkvöðlaverkefni á sviði háþróaðrar taugastjórnunar á gervilimum. 
 
Sjóðurinn er alþjóðlegur samkeppnissjóður og verður opinn bæði vísindamönnum og nemendum sem stunda rannsóknir við háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki um víða veröld. 
 
Sjóðurinn er stofnaður við Háskóla Íslands með fjárframlagi frá fyrirtækjunum Össur hf. og Ottobock. 
 
Össur hf. og Ottobock eru í hópi fremstu fyrirtækja heims á sviði stoðtækja og stuðningsvara og fjárfesta mikið í rannsóknum og vöruþróun. Össur hf. var stofnað á Íslandi 1971 og höfuðstöðvar þess eru í Reykjavík. Ottobock var stofnað í Þýskalandi árið 1919. Bæði fyrirtækin hafa umfangsmikla starfsemi um allan heim og vilja með stofnun sjóðsins stuðla að þróun framúrskarandi tækni til að auka lífsgæði og hreyfanleika fólks.