Sjóðurinn heitir Þórsteinssjóður. Sjóðurinn er stofnaður af stjórn Blindravinafélags Íslands til minningar um Þórstein Bjarnason f. 3. desember 1900, stofnanda Blindravinafélags Íslands. Félagið var stofnað þann 24. janúar 1932 og varð það fyrsti vísir að félagi til hjálpar fötluðum á Íslandi. Þórsteinn Bjarnason helgaði líf sitt til hjálpar blindum og sjónskertum á Íslandi á 20. öld án þess að taka nokkru sinni laun fyrir heldur lagði félaginu til úr eigin vasa. Tilgangur Þórsteinssjóðs helgast af æviverki Þórsteins Bjarnasonar og tilgangi Blindravinafélags Íslands, sem hann stofnaði 24. janúar 1932. Félagið er elsta styrktarfélag fatlaðra á Íslandi og hafði að markmiði að hjálpa og hlynna að blindum mönnum á Íslandi, ungum og gömlum, vinna að útbreiðslu þekkingar á augnsjúkdómum meðal almennings og verndun sjónarinnar. Eignir félagsins hafa verið leystar upp og er hluti þeirra lagður til Þórsteinssjóðs til þess að nafni Þórsteins og hugsjón verði haldið á lofti og heiðruðminning um kærleiksríkt ævistarf hans. Fyrst af öllu er Þórsteinssjóði ætlað að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er Þórsteinssjóði ætlað að efla rannsóknir á öllum fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, afleiðingum hennar og ýta undir tækifæri blindra og sjónskertra til að auðga og efla líf sitt. Sérstök áhersla er lögð á styrki í félags- og hugvísindum er falla að tilgangi sjóðsins. Styrkir eru veittir til verkefna er falla að þessu markmiði svo sem til rannsókna. Styrki má veita til stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands eða starfandi vísindamanna innan Háskóla Íslands. Stjórn sjóðsins Stjórn sjóðsins skipa þrír menn. Rektor Háskóla Íslands tilnefnir tvo menn til setu í stjórn sjóðsins. Skal einn af þeim vera formaður stjórnar. Blindravinafélag Íslands tilnefnir einn stjórnarmann. Ef Blindravinafélags Íslands nýtur ekki við þá skipar rektor þriðja stjórnarmanninn. Stjórn sjóðsins skipa: Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum, sem fulltrúi rannsókna, rannvt@hi.is. Arnfríður Ólafsdóttir, deildarstjóri námsráðgjafar, sem fulltrúi nemenda, ao@hi.is. Helga Eysteinsdóttir, formaður Blindravinafélagsins og fulltrúi þess, helga@icetrade.is. Staðfest skipulagsskrá Skipulagsskrá Þórsteinssjóðs 1. grein Sjóðurinn heitir Þórsteinssjóður. Sjóðurinn er stofnaður af stjórn Blindravinafélags Íslands kt: 470169-3039 til minningar um Þórstein Bjarnason f. 3. desember 1900, stofnanda Blindravinafélags Íslands. Félagið var stofnað þann 24. janúar 1932 og varð það fyrsti vísir að félagi til hjálpar fötluðum á Íslandi. Þórsteinn Bjarnason helgaði líf sitt til hjálpar blindum og sjónskertum á Íslandi á 20. öld án þess að taka nokkru sinni laun fyrir heldur lagði félaginu til úr eigin vasa. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. Sjóðurinn er í umsjá og vörslu Styrktarsjóða Háskóla Íslands og fellur undir sjóði sem lúta yfirstjórn Háskóla Íslands. 2. grein Tilgangur Þórsteinssjóðs helgast af æviverki Þórsteins Bjarnasonar og tilgangi Blindravinafélags Íslands, sem hann stofnaði 24. janúar 1932. Félagið er elsta styrktarfélag fatlaðra á Íslandi og hafði að markmiði að hjálpa og hlynna að blindum mönnum á Íslandi, ungum og gömlum, vinna að útbreiðslu þekkingar á augnsjúkdómum meðal almennings og verndun sjónarinnar. Eignir félagsins hafa verið leystar upp og er hluti þeirra lagður til Þórsteinssjóðs til þess að nafni Þórsteins og hugsjón verði haldið á lofti og heiðruð minning um kærleiksríkt ævistarf hans. Fyrst af öllu er Þórsteinssjóði ætlað að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er Þórsteinssjóði ætlað að efla rannsóknir á öllum fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, afleiðingum hennar og ýta undir tækifæri blindra og sjónskertra til að auðga og eflalíf sitt. Sérstök áhersla er lögð á styrki í félags- og hugvísindum er falla að tilgangi sjóðsins. Styrkir eru veittir til verkefna er falla að þessu markmiði s.s. til rannsókna. Styrki má veita til stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands eða starfandi vísindamanna innan Háskóla Íslands. 3. grein Stofnframlag sjóðsins er 30.000.000,- kr. – þrjátíu milljónir króna - Stofnframlag sjóðsins, verðbætt er óskerðanlegt. Tekjur sjóðsins eru eftirfarandi: Vextir og arður af eignum sjóðsins. Fé og annað verðmæti sem safnast í nafni sjóðsins. Styrktarsjóðir Háskóla Íslands annast ávöxtun sjóðsins og skal hún vera sem hagkvæmust á hverjum tíma og taka mið af fjárfestingastefnu Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Heimilt er að úthluta til styrkja allt að tveimur þriðju af ávöxtun hvers reikningstímabils, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Þriðjungur ávöxtunarinnar leggst við verðbætt stofnframlag og verður hluti af óskerðanlegu stofnfé. Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðanda Styrktarsjóða Háskóla Íslands og þeir birtir með sama hætti og aðrir reikningar Háskóla Íslands. 4. grein Stjórn sjóðsins skipa þrír menn. Rektor Háskóla Íslands tilnefnir tvo menn til setu í stjórn sjóðsins. Skal einn af þeim vera formaður stjórnar. Blindravinafélag Íslands tilnefnir einn stjórnarmann. Ef Blindravinafélags Íslands nýtur ekki við þá skipar rektor þriðja stjórnarmann. Við tilnefningu í stjórn skal rektor taka mið af tilgangi sjóðsins. Stjórnarstörf eru ólaunuð. Hlutverk stjórnar er að gera tillögu til rektors um einstakar styrkveitingar og kemur stjórnin saman að minnsta kosti árlega. Stjórnin setur sér nánari starfsreglur um úthlutanir svo sem um einstakar styrkfjárhæðir, umsóknarfresti og ferli umsókna, innan ákvæða skipulagsskrárinnar og skal stjórn endurskoða reglurnar reglulega. Sjóðsstjórn heldur formlega fundargerðabók um starf sitt og afritum fundargerða skal skila til Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Stjórn er heimilt að úthluta styrkjum úr sjóðnum án auglýsingar. 5. grein Fyrsta úthlutun stjórnar fer fram hið minnsta einu reikningsári eftir stofnun, enda liggi fyrir endurskoðuð reikningsskil og upplýsingar um laust fé til úthlutunar styrkja. Að jafnaði tilkynnir rektor Háskóla Íslands styrkina, 3. desember árlega, við hátíðlega athöfn. Stjórn getur ákveðið í ljósi ávöxtunar eða annarra aðstæðna að safna saman leyfilegri úthlutun milli reikningsára, og úthluta í einu lagi lausum hlut samkvæmt reikningsskilum. 6. grein Verði sjóðurinn lagður niður, renna fjármunir hans til málefna tengdum tilgangi sjóðsins. Ekki er hægt að leggja sjóðinn niður eða gera breytingar á hlutverki hans og tilgangi, af öðrum ástæðum en kveðið er á um í lögum og ekki án þess að sjóðsstjórn og rektor Háskóla Íslands séu einhuga um þá ákvörðun. 7. grein Um starfsemi sjóðsins fer eftir því sem segir í lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Staðfestingar dómsmálaráðherra skal leitað á skipulagsskrá þessari og breytingum sem kunna að verða gerðar á henni. Reykjavík 6. desember 2006 f.h stjórnar Blindravinafélags Íslands Helga Eysteinsdóttir Samþykkur fyrir hönd Háskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir, rektor facebooklinkedintwitter