Sjóður þessi er á vegum verkfræðideildar Háskólans. Stúdentar á öðru námsári hafa tekið að sér mælingar fyrir Reykjavíkurborg o.fl. gegn umsömdu gjaldi er að mestu hefur runnið til þeirra stúdenta er að verkinu hafa unnið. Samkvæmt breyttu skipulagi Háskóla Íslands frá febrúar 2008 er verkfræðideild ekki til. Verkfræðideild hefur verið skipt í þrjár deildir: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild, Rafmagns – og tölvuverkfræðideild og Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, sem allar heyra undir Verkfræði- og náttaúruvísindasvið. Háskólinn hefur lánað tæki og haft eftirlit með mælingunum og reiknað sér fyrir það þóknun, er numið hefur 10% hin síðari ár og runnið hefur í sjóðinn. Þóknunin er fyrir tækjaleigu og aðstöðu við úrvinnslu og teiknun uppdrátta undir leiðsögn kennara. Úr sjóðnum hefur svo verið greitt andvirði nýrra tækja og viðhaldskostnaður. Árið 1974 var unnið við mælingar fyrir Kópavogskaupstað en þóknunin fyrir það ár er enn ógreidd. Skipulagsskrá Verkfræðideild – landmælingar. Hefur tekjur af greiðslum fyrir landmælingavinnu stúdenta. Ráðstafað til tækjakaupa. Loftur Þorsteinsson hefur séð um þennan sjóð, en hann telur rétt, að reglur um hann varði staðfestar, t. d. þannig, að Verkfræði- og raunvísindadeild samþykki formlega veitingar úr sjóðnum. facebooklinkedintwitter