Markmið sjóðsins er að styrkja nemendur í Læknadeild til náms, rannsókna eða símenntunar erlendis, sem og að styrkja fyrirlestrahald eða fræðslustarf í læknavísindum hérlendis. Menntasjóður Læknadeildar er safn sjóða sem tengjast Læknadeild og læknavísindum og eru sameinaðir til þess að styðja við nemendur í Læknadeild Háskóla Íslands og styrkja jafnframt fræðslu til að efla læknavísindi á Íslandi. Sjóðirnir eru: Legat Guðmundar Magnússonar prófessors og Katrínar Skúladóttur (1922) Minningarsjóður John McKenna Pearson (2001) Starfssjóður Læknadeildar (1987) Stjórn Menntasjóðs Læknadeildar er skipuð þremur einstaklingum, deildarforseta, varadeildarforseta og deildarstjóra Læknadeildar Háskóla Íslands hverju sinni. Stjórn sjóðsins Í stjórn sjóðsins sitja nú: Engilbert Sigurðsson prófessor, es@hi.is Ingibjörg Harðardóttir prófessor, ih@hi.is Erna Sigurðardóttir deildarstjóri, ernas@hi.is Skipulagsskrá sjóðsins SKIPULAGSSKRÁ fyrir Menntasjóð Læknadeildar 1. gr. Nafn sjóðs og uppruni Sjóðurinn heitir Menntasjóður Læknadeildar. Sjóðurinn er safn sjóða sem tengjast Læknadeild og læknavísindum og eru sameinaðir til þess að styðja við nemendur í Læknadeild Háskóla Íslands og styrkja jafnframt fræðslu til að efla læknavísindi á Íslandi. Sjóðirnir eru: Legat Guðmundar Magnússonar prófessors og Katrínar Skúladóttur (1922). Sjóðanúmer 389. Minningarsjóður John McKenna Pearson (2001). Sjóðanúmer 1583. Starfssjóður Læknadeildar (1987). Sjóðanúmer 1348. 2. gr. Heimilisfang Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun í umsjá og vörslu Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. 3. gr. Tilgangur og markmið sjóðsins Markmið sjóðsins er að styrkja nemendur í Læknadeild til náms, rannsókna eða símenntunar erlendis, sem og að styrkja fyrirlestrahald eða fræðslustarf í læknavísindum hérlendis. 4. gr. Stofnandi Sjóðurinn er stofnaður vegna sameiningar þriggja annarra sjóða sem höfðu verið óvirkir um margra ára skeið og taldir eru upp í 1. gr. 5. gr. Stofnframlag og tekjur sjóðsins Eign sjóðsins við sameiningu í árslok 2017 er samanlögð eign sjóðanna þriggja skv. nýjasta uppgjöri sem fyrir liggur, það er í árslok 2017 eða 35.098.834. Þar af eru 4.095.742 til ráðstöfunar úr óbundnum höfuðstól. Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur. Sjóðurinn tekur við gjöfum og framlögum. Styrktarsjóður Háskóla Íslands annast ávöxtun sjóðsins og skal hún vera sem hagkvæmust á hverjum tíma og taka mið af fjárfestingarstefnu Styrktarsjóða Háskóla Íslands, að öðru leyti en getið er um í 1. mgr. Ef stjórn sjóðsins ákveður að greiða ekki styrki bætast þeir fjármunir sem lausir voru til úthlutunar það ár við þá sem lausir eru til ráðstöfunar árið eftir. 6. gr. Stjórn Stjórn sjóðsins er skipuð þremur mönnum. Með stjórn sjóðsins fer deildarforseti, varadeildarforseti og deildarstjóri Læknadeildar Háskóla Íslands hverju sinni. Við styrkveitingar skal taka mið af tilgangi og markmiði sjóðsins. Stjórnarstörf eru ólaunuð. Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund. Mikilvægar ákvarðanir má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi fjallað um málið, sé þess nokkur kostur. 7. gr. Fundarboðun Formaður stjórnar skal boða til stjórnarfunda. Deildarforseti Læknadeildar gegnir formennsku í sjóðnum en stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti. Hlutverk stjórnar er að halda utan um málefni sjóðsins og kynningar- og umsóknarferli í samstarfi við umsjónarmann Styrktarsjóða Háskóla Íslands og kynningarstjóra Heilbrigðisvísindasviðs. Stjórnin tekur ákvörðun um einstakar styrkveitingar, auglýsir eftir umsóknum um styrki og/eða tilnefnir styrkþega. Stjórnin hefur eftirlit með ráðstöfun og meðferð fjármuna. Stjórnin kemur saman að minnsta kosti árlega. Stjórnin fer yfir ársreikning sjóðsins og setur sér nánari starfsreglur um úthlutanir, svo sem einstakar styrkfjárhæðir, umsóknarfresti og ferli umsókna, innan ákvæða skipulagsskrár. Starfsreglur sjóðsins skulu endurskoðaðar reglulega. Sjóðsstjórn heldur fundargerðarbók og skilar fundargerðum til umsjónarmanns Styrktarsjóða Háskóla Íslands til varðveislu. 8. gr. Umsýsla og endurskoðun sjóðsins Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Endurskoðendur sjóðsins eru endurskoðendur Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Reikningar sjóðsins skulu birtir með sama hætti og annarra sjóða í vörslu Háskóla Íslands. 9. gr. Um breytingar á skipulagsskránni Ekki er hægt að leggja sjóðinn niður eða gera breytingar á hlutverki hans og tilgangi, af öðrum ástæðum en kveðið er á um í lögum og ekki án þess að sjóðsstjórn og rektor Háskóla Íslands séu einhuga um þá ákvörðun. Verði sjóðurinn lagður niður, skulu fjármunir hans renna til málefna sem tengjast markmiðum og tilgangi 10. gr. Sjóðir sem eru lagðir niður og voru með staðfesta skipulagsskrá Við staðfestingu skipulagsskrár þessarar eru lagðir niður eftirtaldir sjóðir: Legat Guðmundar Magnússonar prófessors og Katrínar Skúladóttur (1922). Stjórnartíðindanúmer: 78/1935. Minningarsjóður John McKenna Pearson (2001). Stjórnartíðindanúmer: 316/2001. Starfssjóður Læknadeildar (1987). Stjórnartíðindanúmer: 399/1988. Reykjavík, 30. apríl 2019 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Engilbert Sigurðsson, deildarforseti Læknadeildar Háskóla Íslands Gylfi Magnússon formaður stjórnar Styrktarsjóða Háskóla Íslands Um starfsemi sjóðsins fer eftir því sem segir í lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Staðfestingar sýslumannsins á Norðurlandi vestra skal leitað á skipulagsskrá þessari og breytingum sem kunna að vera gerðar á henni. Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988. facebooklinkedintwitter