Lyfjafræðideild er sterk rannsóknareining innan Háskóla Íslands þar sem stundaðar eru margvíslegar rannsóknir á hinum mörgu sviðum lyfjafræðinnar. Samstarf er við fjölmarga aðila innanlands og utan, háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. Kennarar í lyfjafræði eru aðilar að norrænum og evrópskum kennslu- og rannsóknarnetum sem gefur nauðsynleg tengsl við það sem er að gerast annars staðar og gerir nemendum mögulegt að taka hluta af sínu námi erlendis. Kennarar Lyfjafræðideildar eru virkir vísindamenn á sínu sviði og þátttaka þeirra í hinu alþjóðlega vísinda- og rannsóknarsamfélagi hefur vaxið verulega hin síðari ár. Hér á landi hafa kennarar við Lyfjafræðideild haldið og skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur, þar sem meðal annars hefur verið fjallað um efnafræði sýklódextrína, klínískar lyfjarannsóknir og slímhimnu-ónæmisfræði, kemómetríu og efnisverkfræði í lyfjaþróun. Rannsóknasérsvið kennara við deildina eru mjög fjölbreytt og beinast þær meðal annars að lyfjameðferðum og lyfjaþróun, lyfhrifafræði og faraldsfræði, nanólyfjaberum, gegndræpiseiginleikum lyfjaefna, lyfjagjöf, fjöllyfjameðferðum og fleiru. Sérsvið kennara við Lyfjafræðideild Anna Bryndís Blöndal Anna Bryndís Blöndal: Rannsóknir á sviði klínískra lyfjafræði (s.s. lyfjafræðilegri umsjá, fjöllyfjameðferð og lyfjatengdum vandamálum), félagslyfjafræði og þjónustuþróunar. Jafnframt hef góða þekkingu á eigindlegum rannsóknaraðferðum og starfendarannsóknum (e. action research). Berglind Eva Benediktsdóttir Berglind Eva Benediktsdóttir: Rannsóknarsvið mitt eru utanfrumubólur, bæði sem nanólyfjaberar gegn krabbameinum en einnig hlutverk utanfrumubóla í framgangi ýmissa sjúkdóma. Einnig hef ég áhuga á rannsóknum tengdum gegndræpiseiginleikum lyfjaefna í þekjuvef. Bergþóra Sigríður Snorradóttir Bergþóra Sigríður Snorradóttir: Rannsóknarsvið: Þróun þrívíddarplásturs og bólgumódela við handaslitgigt Þróun á tölulegu módeli til að spá lyfjalosun í gegnum húð og inn í liði Aðferðarþróun í lyfjameðferð við hitabeltissjúkdómum Húðun og magngreining bólguhemjandi efna á himnur Rannsóknir á losun í gegnum húð Elín Soffía Ólafsdóttir Elín Soffía Ólafsdóttir: Rannsóknir á sviði lyfja- og efnafræði náttúruefna með sérstaka áherslu á lífvirk efni úr fléttum og jöfnum. Elvar Örn Viktorsson Elvar Örn Viktorsson: Helstu viðfangsefni rannsókna eru á sviði lyfjaefnafræði. Unnið er með þróun fenazína sem eru lífvirk efnasambönd af náttúrulegum uppruna og gætu gagnast til meðhöndlunar á æxlis- og smitsjúkdómum. Freyja Jónsdóttir Freyja Jónsdóttir: Klínísk lyfjafræði, fjöllyfjameðferð, lyfjatengdur skaði, viðeigandi lyfjameðferð hjá eldri sjúklingum, meðferðarheldni, lyfhrifafræði og faraldsfræði Haraldur Gunnar Guðmundsson Haraldur Gunnar Guðmundsson: Rannsóknir á sviði lyfjaefnafræði með áherslu á þróun nýrra aðferða til notkunar á smíði samsætu-hliðstæða lyfja- og annarra lífvirkra efna. Hákon Hrafn Sigurðsson Hákon Hrafn Sigurðsson: Þróun lyfjaforma með áherslu á augnlyf og húðlyf. Sýklódextrín sem hjálparefni í lyfjafræði. Frásog lyfja í gegnum slímhimnur. Helga Helgadóttir Helga Helgadóttir: 1. Meðgöngutengdir sjúkdómar, með sérstaka áherslu á meðgöngueitrun og önnur háþrýstingstengd vandamál á meðgöngu 2. Þróun lyfjaforma, sér í lagi húðlyfjaforma 3. Rannsóknir tengdar Raman Spectroscpy Jens Guðmundur Hjörleifsson Jens Guðmundur Hjörleifsson: Helstu viðfangsefni rannsókna er stýrilnæmi ensím og efnaskiptastjórnun til að skilja betur hvernig hægt sé hanna stýrilnæm lyf gegn efnaskiptasjúkdómum og krabbameinum. Lárus Steinþór Guðmundsson Lárus Steinþór Guðmundsson: Faraldsfræði höfuðverkja, mígrenis og fylgisjúkdóma. Lyfjanotkunarrannsóknir, lyfjafaraldsfræðirannsóknir. Langtímanotkun svefn- og róandi lyfja í tengslum við fjölveikindi og ópíóíða. Margrét Þorsteinsdóttir Margrét Þorsteinsdóttir: Helstu viðfangsefni rannsókna eru á sviði efnagreininga á lífvísum, smásameindum, fituefnum og próteinum með massagreiningu. Í rannsóknum mínum hef ég lagt áherslu á að þróa sérhæfðar massagreiningaaðferðir til að bæta sjúkdómsgreiningu og lyfjameðferð sjúklinga með ýmissa sjúkdóma. Einnig hef ég áhuga á því að þróa massagreiningaraðferðir til að auðkenna lífvirk efnasambönd af náttúrulegum uppruna. Már Másson Már Másson: Í rannsóknum sínum hefur Már Másson lagt áherslu á efnasmíði afleiða kítósans, sem er líffjölliða fengin úr rækjuskel. Kítósanafleiðurnar hafa verið notaðar í þróun nanólyfja gegn sýkingum og krabbameini. Rannsóknavinnan felst meðal annars í þróun efnasmíðaðferða, efnagreingu og rannsóknum á örveru- og furmudrepandi áhrifum, nanóögnum, lífstoðefnum og lífvirkum húðunum. Þessu til viðbótar hefur rannsóknarhópur Más kannað lyfjagjöf úr lækningatækjum úr silíkoni og öðrum efnum auk þess sem unnið hefur verið að stærðfræðilegri líkanagerð. Páll Þór Ingvarsson Páll Þór Ingvarsson: Notkun úðaþurrkunar til þróunar á prótein/peptíð/smásameinda dufti með aukinn stöðugleika og hannaða agnaeiginleika. Pétur Sigurður Gunnarsson Pétur Sigurður Gunnarsson: Allt sem kemur að lyfjameðferð einstaklinga bæði heima og innan sjúkrastofnana. Aukaverkanir lyfjameðferðar, meðferðarheldni, lyfjameðferð einstaklings miðað við klínískar leiðbeiningar, mistök við notkun lyfja o.fl. Rannsóknarverkefni unnin með heilbrigðisstarfsfólki af mörgum sviðum, t.d. lungnadeild, hjartadeild, gigtardeild, smitsjúkdómadeild, skurðdeildum o.fl. Sveinbjörn Gizurarson Sveinbjörn Gizurarson: Rannsóknarsvið: Þróun bráðarlyfja og neyðarlyfja Bólusetningar og lyfjaform fyrir bóluefni Klínísk lyfjahvarfafræði og eiturefnafræði Lyf fyrir fóstur, nýbura, börn og þungaðar konur Lyfjameðferð við hitabeltissjúkdómum Þorsteinn Loftsson Þorsteinn Loftsson: Hönnun lyfjaforma, frásog lyfja og útskilnaður, lyfjagjöf í augu, og notkun sýklódextrína í lyfjafræði. Með virkum rannsóknum og kennslu í lyfjafræði er lagt af mörkum í þekkingarsköpun fyrir íslenskt samfélag á sviði heilbrigðis- og lífvísinda. Rannsóknarþjálfun á sviði lyfjafræði nýtist ekki einungis við hefðbundnar lyfjafræðilegar rannsóknir, heldur einnig sem þáttur í stærri heildarmynd rannsókna á heilbrigðissviði. Með vaxandi samstarfi og samvinnu er hægt að takast á við og leysa flóknari og viðameiri verkefni en ella. Lyfjafræðideild býður upp á rannsóknatengt framhaldsnám í lyfjavísindum. facebooklinkedintwitter