Skip to main content

Safnafræði

Safnafræði

Félagsvísindasvið

Safnafræði

MA – 120 einingar

Framhaldsnám í safnafræði miðar að því að auka skilning nemenda á flestum þáttum hefðbundins safnastarfs og samþáttun fræðilegra vinnubragða, rannsókna og kenninga.

Áhersla er lögð á að gefa nemendum kost á að kynnast ítarlega safnastarfi og jafnframt að fylgjast með því sem hæst ber erlendis. Heimsóknir á söfn og menningarstofnanir eru mikilvægur þáttur í náminu.

Skipulag náms

X

Praktík og kenningar í safnafræði (SAF104F)

Í námskeiðinu verður tekist á við spurningar sem tengjast víxlverkun á milli praktíkur (e. practice) og kenninga í safnastarfi. Fjölmörg dæmi úr safnastarfi listasafna, náttúruminjasafna og menningarminjasafna verða skoðuð í þessu samhengi og hentar námskeiðið því nemendum úr fleiri greinum en safnafræði, s.s. eins og fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, fötlunarfræði, mannfræði, þjóðfræði, félagsfræði og fleiri. Hugað verður að því hvernig bæði praktík og kenningar hafa mótað safnastofnanir og starfsemi þeirra. Fjallað verður m.a. um praktík og kenningar um söfnun, varðveislu, flokkun og skráningar, sýningagerð, gesti, markaðsmál og félagsleg áhrif safna. Námskeiðið er kennt sem netnám og byggir námsmat á fjölbreyttum verkefnum sem unnin eru í námskeiðinu. Námskeiðið er kennt við upphaf haustannar og lýkur í lok september.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Safnafræði á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.