Skip to main content

Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara - Grunndiplóma

Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara - Grunndiplóma

Menntavísindasvið

Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara

Grunndiplóma – 60 einingar

Ertu með löggilt lokapróf í iðngrein eða löggilt starfsréttindapróf úr framhaldsskóla og langar að starfa við kennslu? Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara er fyrir þau sem hafa áhuga á að kenna sitt fag í framhaldsskóla. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, skilning og færni til að starfa sem starfsmenntakennarar. 

Skipulag náms

X

Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur (ÍET102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að búa nemendur í háskólanámi undir lestur og ritun fræðilegra texta og þjálfa þá í gagnrýnum lestri enda er hvort tveggja grundvallaratriði í öllu háskólanámi.  

 

Fjallað verður um ýmsar tegundir fræðilegs efnis og framsetningar á því. Nemendur kynnast helstu einkennum fræðilegra skrifa og læra hvað felst í ritstýrðum og/eða ritrýndum textum. Nemendur öðlast þjálfun í að lesa, greina og meta slíka texta. Rætt verður um sjálfstæð, gagnrýnin og heiðarleg vinnubrögð ásamt því sem fjallað verður um höfundarrétt, ritstuld og falsfréttir. 

 

Nemendur öðlast færni í að vinna efni upp úr fræðilegum texta, svo sem útdrætti, og að flétta saman heimildir við eigin texta. Rætt verður ítarlega um fræðilegar ritgerðir á háskólastigi og nemendur fá þjálfun við gerð slíkra ritgerða. Þá verður fjallað um viðeigandi málnotkun í fræðilegum skrifum og hún þjálfuð. 

 

Fjallað verður sérstaklega um heimildaleit og heimildamat; gæði heimilda og hvernig greina megi vandaðar heimildir frá óvönduðum. Þá fá nemendur þjálfun í heimildaskráningu. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að nota heimildir í eigin skrifum og greina milli eigin raddar og heimildarinnar sjálfrar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Móses Helgi Halldórsson
Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir
Móses Helgi Halldórsson
Kennslufræði verk- og starfsmenntunar - B.Ed.nám

Þegar ég ákvað að breyta um stefnu á fimmtugsaldri og skella mér í kennslufræði Iðnmeistara fann ég strax hvað námið átti vel við mig.  Mér fannst námið henta mér vel og námsmatið er manneskjulegt. Kennararnir eru algjörlega  frábærir og  mér fannst svo gaman að ég gat ekki hætt. Ég er strax farinn að kenna mitt fag því ég lauk kennsluréttindanáminu á einu ári. Mér finnst það mjög skemmtilegt, krakkarnir eru frábærir og þetta er í rauninni það skemmtilegasta sem ég hef nokkurn tíma unnið við.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.