Skip to main content

Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara - Grunndiplóma

Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara - Grunndiplóma

Menntavísindasvið

Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara

Grunndiplóma – 60 einingar

Ertu með löggilt lokapróf í iðngrein eða löggilt starfsréttindapróf úr framhaldsskóla og langar að starfa við kennslu? Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara er fyrir þau sem hafa áhuga á að kenna sitt fag í framhaldsskóla. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, skilning og færni til að starfa sem starfsmenntakennarar. 

Skipulag náms

X

Fræðileg skrif og gagnrýninn lestur (ÍET102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að búa nemendur í háskólanámi undir lestur og ritun fræðilegra texta og þjálfa þá í gagnrýnum lestri enda er hvort tveggja grundvallaratriði í öllu háskólanámi.  

 

Fjallað verður um ýmsar tegundir fræðilegs efnis og framsetningar á því. Nemendur kynnast helstu einkennum fræðilegra skrifa og læra hvað felst í ritstýrðum og/eða ritrýndum textum. Nemendur öðlast þjálfun í að lesa, greina og meta slíka texta. Rætt verður um sjálfstæð, gagnrýnin og heiðarleg vinnubrögð ásamt því sem fjallað verður um höfundarrétt, ritstuld og falsfréttir. 

 

Nemendur öðlast færni í að vinna efni upp úr fræðilegum texta, svo sem útdrætti, og að flétta saman heimildir við eigin texta. Rætt verður ítarlega um fræðilegar ritgerðir á háskólastigi og nemendur fá þjálfun við gerð slíkra ritgerða. Þá verður fjallað um viðeigandi málnotkun í fræðilegum skrifum og hún þjálfuð. 

 

Fjallað verður sérstaklega um heimildaleit og heimildamat; gæði heimilda og hvernig greina megi vandaðar heimildir frá óvönduðum. Þá fá nemendur þjálfun í heimildaskráningu. Einnig verða nemendur þjálfaðir í að nota heimildir í eigin skrifum og greina milli eigin raddar og heimildarinnar sjálfrar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir
Móses Helgi Halldórsson
Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir
Kennslufræði iðnmeistara

Ég starfa við kennslu í verknámsskóla á Austurlandi og taldi ég það rétta leið fyrir mig að afla mér kennsluréttinda í minni grein. Með þessu námi er ég að tryggja starfsöryggi mitt umtalsvert og opna dyr á frekara nám og fleiri störf í framtíðinni. Að stunda fjarnám sem þetta á breyttum tímum er áhugavert og eflir bæði mig og skólann í að gera betur.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.