Skip to main content

Japanskt mál og menning - Grunndiplóma

Japanskt mál og menning - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Japanskt mál og menning

Grunndiplóma – 60 einingar

Japanska er áttunda útbreiddasta tungumál veraldar og hafa tæplega 130 milljónir manna hana að móðurmáli. Kunnátta í japönsku er mikilvæg fyrir pólitísk, menningarleg og efnahagsleg samskipti við Japan. 

Skipulag náms

X

Japönsk málnotkun I (JAP101G)

Þetta er kjarnanámskeiðið í japönsku fyrir byrjendur. Nemendur kynnast helstu reglum í japanskri málfræði. Áherslan er á talmál (samtöl). Nemendur læra að skilja talað mál og tjá sig í töluðu máli á japönsku. Lögð er áhersla á orðaforða daglegs lífs. Fyrirlestrar eru í byrjun viku og síðan fer kennslan fram í litlum hópum. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð.

Athugið að upplýsingar um kennara verða uppfærðar vor 2024.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Anna Ingolfovna Skúlason
Hringur Árnason
Anna Ingolfovna Skúlason
Japanskt mál og menning BA-nám

Ég hef alltaf haft áhuga á japanskri menningu og bókmenntum svo það var rökrétt framhald að velja BA-nám í japönsku máli og menningu í Háskóla Íslands. Eitt af því besta við námið er að það veitir einstakt tækifæri að læra tungumálið af þremur frábærum kennurum í námsleiðinni sem allir hafa japönsku að móðurmáli. Í náminu er boðið upp á afar áhugverð námskeið um japanska menningu, sögu og kvikmyndagerð sem mér finnst allra skemmtilegast. Þar sem öll námskeiðin eru kennd á ensku þá er nemendahópurinn afar fjölbreyttur og ég er svo heppin að vera hluti af þessum magnaða hópi.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.