Skip to main content

Hagnýtt nám í þýðingum - Lokapróf á meistarastigi

Hagnýtt nám í þýðingum - Lokapróf á meistarastigi

Hugvísindasvið

Hagnýtt nám í þýðingum

Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar

Hagnýtt nám í þýðingum er ætlað þeim sem vilja bæta hagnýtri þekkingu á þýðingum við grunnnám sitt í háskóla, eða hafa minnst 5 ára reynslu sem starfandi þýðendur. Allir umsækjendur þreyta inntökupróf.

Skipulag náms

X

Nýjar raddir í þýðingafræði (ÞÝÐ029F)

ATH.: Þetta námskeið er vanalega kennt á vormisseri en færist yfir á haustmisseri 2025 vegna rannsóknarleyfis kennara, það verður aftur á kennsluskrá á vormisseri 2027.

Á undanförnum áratugum hefur ný orðræða haslað sér völl innan þýðingafræði. Félagsfræðileg og menningarfræðileg viðhorf skipta meira máli en áður. Athyglin beinist þannig að hlutverki þýðinga í hinum hnattvædda heimi, einkum í fjölmála samfélögum og jafnvel á átaka- og hættusvæðum. Starfsemi félaga- og andspyrnuhreyfinga fer oftar en ekki fram á sviði þýðinga. Feminísk þýðingafræði er sterk og blómstrandi grein fagsins.

Rannsóknir beinast einnig að hlutverki þýðenda, starfsumhverfi þeirra og samstarfi við aðra aðila í þýðingarferlinu. Þannig eru t.d. hliðartextar rannsakaðir sem þýðendur semja eða gögn í einkaskjalasöfnum þeirra athuguð. Ekki má gleyma að ný þýðingartækni breytir starfi þýðenda en getur einnig haft mótandi áhrif á textagerð og þróun tungumála.

Í málstofunni kynnast nemendur nýjum rannsóknum í þýðingafræði.

Nemendur flytja erindi í tíma, þeir geta valið að skrifa fræðilega ritgerð, stunda þýðingarýni eða þýða texta að eigin vali. Málstofan er vettvangur akademískrar samvinnu nemenda og kennara þar sem virk þátttaka, gagnrýnin hugsun og opinská skoðanaskipti eru í fyrirrúmi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.