Skip to main content

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf - Lokapróf á meistarastigi

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf - Lokapróf á meistarastigi

Menntavísindasvið

Foreldrafræðsla og uppeldisráðgjöf

Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar

Fjölskyldan og skólinn eru hornsteinar uppeldis og menntunar hverrar kynslóðar sem vex úr grasi. Fagfólk á sviði foreldrafræðslu og uppeldisráðgjafar styrkir foreldra í uppeldishlutverki sínu með velferð fjölskyldunnar og framtíðarhag barnanna, sem og samfélagsins alls, í huga. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Gagnvirk og eflandi menntun I (UME001M)

Námskeiðið gagnvirk og eflandi menntun er tækifæri til að læra hagnýta þætti kennslu, miðlunar og skapandi vinnu með hópum. Námskeiðið er opið öllum nemendum Háskóla Íslands og í gegnum Endurmenntun HÍ einnig öðrum. Það er boðið bæði haust og vor. Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig að nemendur taka stutt hagnýt færninámskeið þar sem unnið er með margvíslegar aðferðir í kennslu, miðlun og lóðsun (sbr. lista fyrir neðan) og ljúka námskeiðinu með því að ljúka a.m.k. þremur færninámskeiðum.

Færninámskeiðin skiptast í fjóra flokka og getur nemandi ýmist tekið námskeið úr ólíkum flokkum eða einbeitt sér að námskeiðum í einum flokki.

Gagnvirk og eflandi kennsla

  • Fagmannleg samskipti í fræðslu og samvinnu
  • Fjölbreyttar aðferðir til að virkja þátttakendur
  • Leiðbeinandinn sem samferðamaður / lóðs (facilitator)

Framsetning námsefnis

  • Lifandi og áhrifarík framsögn
  • Sýnileg framsetning við fundi og fræðslu

Lýðræðislegar og skapandi aðferðir

  • Open Space Technology
  • Miðlunaraðferðin
  • World Café
  • Skapandi lausnaleit (Creative Problem Solving)

Upplýsingatækni til fræðslu og gagnvirkni

  • Notkun Upplýsingatækni við nám og kennslu
  • Áhrifarík kennsla með fjarfundabúnaði
  • Gerð kennsluefnis með hljóð og mynd
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.