Skip to main content

Faggreinakennsla - Lokapróf á meistarastigi

Faggreinakennsla - Lokapróf á meistarastigi

Menntavísindasvið

Faggreinakennsla

Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar

Námsleið ætluð starfandi kennunum sem óska þess að bæta við sérhæfingu sína í faggrein og kennslufræði faggreinar.

Skipulag náms

X

Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)

Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:

  • Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
  • Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
  • Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
  • Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
  • Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
  • Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)

Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna. 

Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um

A.  Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild. 
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks 

B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)

Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar  í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.

Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og  leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist  sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir. 

Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennslufræði lífvísinda (SNU701M)

Í fyrirlestrum og umræðutímum verður fjallað um mikilvægi líffræði í almennri menntun og um rannsóknir á (i) hugtakaskilningi á grunnhugtökum líffræðinnar, (ii) gildi verklegrar kennslu almennt, (iii) gildi útináms og fl.  Rýnt verður í námsefni og önnur kennslugögn og rætt verður um aðferðir við námsmat. Í verklegum tímum  kynnast nemendur   notkun kennslutækja (smásjár, víðsjár, tölvur, myndavélar o.fl.), og fá tækifæri til að beita mismunandi aðferðum í kennslu, bæði í vinnustofu, úti við og í kennslustofu. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)

Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)

Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.

Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.

Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.

Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.

Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.

Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Stærðfræðimenntun (SNU401F)

Í þessu námskeiði kynnast nemar nokkrum helstu kenningum í stærðfræðimenntun og rannsóknum á stærðfræðinámi og -kennslu. Fjallað er um stærðfræðikennslu í skólum, nám einstaklinga og um samfélagsleg hlutverk stærðfræði og stærðfræðináms. Nemar dýpka einnig skilning sinn á stærðfræði og stærðfræðinámi með því að fást við stærðfræðiverkefni og aðlögun og þróun stærðfræðiverkefna fyrir nemendur í grunn- eða framhaldsskóla. Lögð er áhersla á það hvernig kennarar geta nýtt sér fræði til þess að skipuleggja og útfæra stærðfræðikennslu fyrir alla sem byggir á umhyggju fyrir stærðfræðinámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Sjálfbærni og skapandi endurnýting í textíl (LVG011M, LVG005F)

Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á að nýta eldri eða ónotaðar tilbúnar flíkur, áklæði, gluggatjöld eða afgangsefni til að hanna nýja og tilraunakennda textílafurð. Samhliða því þjálfast nemendur í tilrauna- og rannsóknarvinnu með áherslu á frjóa og skapandi hugsun og nývirkni. Nemendur kynnast ýmsum textílaðferðum og tækniatriðum innan vélsaums auk þess að vinna með snið í tví- og þrívíðu formi eftir fjölbreyttum leiðum. Lögð er áhersla á skráningu hugmynda- og vinnuferlis í ferilmöppur samhliða verklegri vinnu með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi sjálfbærni og umhverfisverndar fyrir textílnám og kennslu sem og atvinnulíf í faggreininni.

Athugið að námskeiðið er nýtt 10 eininga námskeið sameinað úr tveimur eldri 5 eininga námskeiðum: LVG106M Skapandi endurnýting textíla og LVG106F/LVG105M Sjálfbærni í textíl: Neysla, nýting og nýsköpun. Ekki er hægt að taka námskeiðið ef hin hafa verið tekin.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Tónlist í sögulegu ljósi (LVG104M)

Viðfangsefni námskeiðsins er tónlist í sögulegu ljósi. Ekki verður einungis farið yfir hefðbundna Vestræna tónlistarsögu heldur leitast við að skoða tónlist frá ýmsum tímum á ólíkum heimssvæðum. Nemendur verða hvattir til að skoða hvað hefur áhrif á tónlistarstefnur og stíla svo sem samfélagsþróun og tækniframfarir. Í lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um að skoða fjölbreyttar gerðir tónlistar með tónlistarlegum og félagssögulegum gleraugum og geta miðlað þekkingu á ólíkum tónlistarstílum til barna og unglinga.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Samfélagsleg nýsköpun og áskoranamiðað nám (SNU012M)

Í námskeiðinu kynnast þátttakendur hvernig samfélagsleg nýsköpun nýtist í kennslu og námi til að takast á við áskoranir með samfélagslegan ávinning að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á aðferðir nýsköpunar og frumkvöðlastarfs og tengingar við áskoranamiðað nám (e. challenge based learning), verkefna- og reynslumiðað nám, og samþættingu námsgreina. Farið verður yfir fræðilegan grunn samfélagslegrar nýsköpunar og áskoranamiðað náms. Tækifæri til hagnýtingar samfélagslegrar nýsköpunar verða tekin til skoðunar, ásamt aðferðum til að uppgötva, greina og nýta slík tækifæri. Á grunni þess velja og leysa nemendur í teymum verkefni þar sem tekist er á við fjölbreyttar samfélagslegar áskoranir. Í lok námskeiðsins hafa þátttakendur unnið hagnýtt verkefni sem strax er hægt að nýta í skólastarfi og hægt að þróa frekar með fjölbreytta notkun í huga.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kennslufræði dönsku 2 (ÍET209F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og innsýn í strauma og stefnur sem eru efst á baugi á sviði dönskukennslu. Áhersla er lögð á að kynna nemendum  þau hugtök, kenningar og kennsluaðferðir sem eru mikilvæg fyrir faglega sjálfsmynd dönskukennara. Fjallað verður sérstaklega um tjáskiptaaðferðina, tjáskiptaverkefni og samvirkt nám og hvernig hægt er að virkja markmálið í skólastofunni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)

Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.

Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir.  Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.

Nemandi:

  • les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
  • metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
  • lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
  • les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.

Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Menntun allra í fjölmenningarsamfélagi: Kenningar og rannsóknir (MAL104F)

Hugmyndir um menntun allra, fjölmenningarmenntun og sérkennslu eru mikilvægir þættir í skilvirkum skólum með fjölbreyttum nemendahópum.

Megintilgangur námskeiðsins er að gefa nemendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á rannsóknum og kenningum á sviði menntunar allra og fjölmenningarfræða á Íslandi og í öðrum löndum.

Fjallað verður um rannsóknir og kenningar er varða jaðarsetningu barna og ungmenna í skólakerfinu út frá hugmyndum um jafnræði, jafnrétti og mannréttindi. Ennfremur verður fjallað um menntun allra og fjölmenningarlega menntun í sögulegu og alþjóðlegu samhengi, stöðu minnihlutahópa og stöðu flóttafólks.

Hugtakið samtvinnun (e. intersectionality) dregur athygli að því að þegar breytur eins og kynþáttur, tungumál, trú, þjóðerni, fötlun, kynhneigð mætast, hafa þær margfeldisáhrif á stöðu nemenda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.