Gildi skólamáltíða

Hvenær
13. maí 2025 15:00 til 16:30
Hvar
Askja
N-132
Nánar
Aðgangur ókeypis
Í ljósi þess að menntamál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu ýtir Menntavísindasvið HÍ úr vör fyrirlestraröðinni Menntakerfi á tímamótum: Alþjóðlegar áskoranir og tækifæri. Erlendir sérfræðingar stíga á stokk, ræða álitamál og viðfangsefni menntunar og kynna reynslu annarra þjóða. Á meðal viðfangsefna eru menntastefna, PISA, námsmat, samfélag sem styður við skóla, heilsuefling í skólum og fleira.
Fimmta erindi heldur Päivi Palojoki um gildi skólamáltíða.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar
Päivi Palojoki
