
Stjórnmálafræði
210 einingar - Ph.D. gráða
Stjórnmálafræðideild býður upp á doktorsnám í stjórnmálafræði.

Námið
Ljúka þarf 210 ECTS fyrir lokapróf. Doktorsnám samanstendur af 180 ECTS ritgerð og 30 ECTS í námskeiðum á fræðasviðum doktorsverkefnis. Gera má kröfu um að nemandi í doktorsnámi taki þar að auki allt að 60 eininga bóknámshluta, sé talin þörf á að bæta við undirstöðu þekkingu nemandans á fræðasviði ritgerðarinnar.
Meistaragráða eða sambærilegt nám með fyrstu einkunn.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
Nánari upplýsingar um námið veita Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz, verkefnisstjóri og Kolbrún Eggertsdóttir, gæðastjóri.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið doktorsnamFVS@hi.is.
