Skip to main content

Spænska - Grunndiplóma

Spænska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Spænska

Grunndiplóma – 60 einingar

Í náminu fá  nemendur undirstöðuþekkingu á máli og menningu þeirra landa sem hafa spænsku að þjóðtungu. Reynt er að gera námið eins lifandi og kostur er meðal annars meðsamskiptum við erlenda nemendur við HÍ.

Skipulag náms

X

Talþjálfun I (SPÆ102G)

Unnið er með færni í samskiptum og munnlegri tjáningu. Einnig er unnið með tileinkun orðaforða, málfræðiatriða og samskiptamáta. Einnig eru tekin fyrir atriði sem tengjast félagslegum og menningarlegum þáttum tungumálsins. Námsefnið sem er notað eru fréttir líðandi stundar, stuttmyndir, bókmenntatextar og aðrir menningalegir textar markmálsins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Álfgrímur Aðalsteinsson
Álfgrímur Aðalsteinsson
Spænskunám BA

Ég fór í lýðháskóla í Danmörku þegar ég var 17 ára og þegar ég útskrifaðist úr MH flutti ég til Granada í Andalúsíu á Spáni. Ég var þar í eina önn í spænskuskóla en núna er ég fluttur aftur heim til Íslands og er í Spænsku BA. Mér finnst það mjög skemmtilegt enda elska ég það tungumál og finnst námið mjög áhugavert og skiptinámið spennandi!

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.