Skip to main content

Rússneska - Grunndiplóma

Rússneska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Rússneska

Grunndiplóma – 60 einingar

Rússneska er eitt af útbreiddustu tungumálum veraldar og hafa um 150 milljónir manna rússnesku að móðurmáli. Kunnátta í rússnesku er mikilvæg fyrir pólitísk, efnahagsleg og ekki síst menningarleg samskipti við Rússland, löndin sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Austur-Evrópu.

Skipulag náms

X

Rússnesk málfræði I (RÚS103G)

Ítarlega er farið yfir stafrófið, framburðar- og réttritunarreglur og málfræði sem nemendum á byrjendastigi er ætlað að kunna skila á, s.s.:

  • nafnorð, lýsingarorð og fornöfn í nefnifalli eintölu og fleirtölu
  • beyging nafnorða og fornafna í eintölu
  • töluorð
  • nútíðarbeyging sagna
  • einfaldar spurningar og svör
  • setningafræði

Nemendur fá einnig þjálfun í lestri og ritun einfaldra texta.

Í námskeiðinu er farið yfir fyrri hluta þess efnis sem ætlaður er til að ná þekkingu á færnistigi A1 - samkvæmt Evrópurammanum (CEFR).

Engrar forkunnáttu er krafist.

Kennsluhættir / vinnulag:

Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og lifandi tal- og málfræðiþjálfun. Kennsluefni byggir á töflum og yfirliti yfir málfræði, textum og æfingum af ýmsu tagi.

  • Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu og séu virkir í kennslustundum.
  • Auk hefðbundinnar kennslu í málfræði eru haldnir vikulegir 40 mínútna málfræðiæfingatímar.
  • Námskeiðið er kennt á fyrri hluta misserisins.
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Símon Birgir Stefánsson
Matthildur Lillý Valdimarsdóttir
Símon Birgir Stefánsson
Rússneska - BA nám

Að ákveða að fara í rússnesku í HÍ er örugglega ein af bestu ákvörðunum lífs míns. Maður kynnist bæði nemendum og kennurum mjög vel, en kennararnir eru algjört æði. Þeim tekst að kenna námsefnið á skemmtilegan hátt og aldrei hefði ég haldið að málfræði gæti verið jafn áhugaverð og hún er. Námið er ótrúlega lærdómsríkt og gefandi og get ég ekki mælt nógu mikið með því!

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.