Kynningarfundur nýnema á Félagsvísindasviði
Háskólabíó
Félagsvísindasvið býður nýnemum í grunnnámi á kynningarfund, föstudaginn 16. ágúst kl. 14:00 í Stóra salnum í Háskólabíói. Við hvetjum nýnema til að mæta á kynninguna.
Dagskrá og aðgengilegar upplýsingar fyrir nýnema má finna á nýnemasíðu Háskóla Íslands.
Dagskrá.
- Ávarp Stefáns Hrafns Jónssonar, forseta Félagsvísindasviðs
- Kynning á Uglu – innri vef HÍ
- Kynning á Þjónustu Nemendaráðgjafar HÍ
- Sviðsráð Félagsvísindasviðs
- Kynning á Nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs
Í kjölfar sameiginlega fundarins er nemendum boðið á kynningarfundi með sínum deildum. Þar verða veittar gagnlegar upplýsingar um námið og félagslífið.
- Blaðamennska, Háskólabíó, salur 3
- Félagsfræði, Edda (hús íslenskunnar) stofa 208
- Félagsráðgjöf, Háskólabíó, salur 1
- Hagfræði, Háskólabíó, salur 4
- Lögfræði, Háskólabíó, salur 2
- Mannfræði, Aðalbygging, stofa 220
- Stjórnmálafræði, Háskólabíó, salur 3
- Viðskiptafræði: Háskólabíó, Stóri salurinn
- Þjóðfræði, Edda (hús íslenskunnar) stofa 209
Kennsla hefst mánudaginn 19. ágúst. Nýnemadagar Háskóla Íslands hefjast 26. ágúst
Á nýnemavef Háskóla Íslands, vef Stúdentaráðs og á vef Félagsvísindasviðs eru gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema um námið og skólann, þar á meðal stundaskrár. Eins er hægt að fá innsýn í starfið á facebooksíðum skólans og sviðsins.
Ef einhverjar spurningar vakna um námið er hægt að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu í síma 525 4500, senda okkur tölvupóst á netfangið nemfvs@hi.is eða koma við á Þjónustutorginu á 1. hæð í Gimli; það er opið virka daga frá kl. 09-15 virka daga. Athugið að skrifstofa Félagsvísindasviðs er lokuð frá 8. júlí til 5. ágúst.
Velkomin á Félagsvísindasvið Háskóla Íslands