Skip to main content

Íslenska

Íslenska

Hugvísindasvið

Íslenska

BA gráða – 180 einingar

Í námsgreininni íslensku er fjallað um mál og bókmenntir frá elstu tímum til okkar samtíma. Bókmenntirnar spanna allt frá fornaldarsögum og Eddukvæðum til glæpasagna og hinsegin bókmennta en í málfræðinni er meðal annars fengist við máltöku barna, setningafræði, hljóðkerfisfræði og félagsleg málvísindi. Námið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa á sviði menningar og miðlunar af ýmsu tagi. 

Skipulag náms

X

Aðferðir og vinnubrögð (ÍSL109G)

Námskeiðið er sameiginlegt nemendum í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði. Það skiptist í tvennt. Í öðrum helmingi námskeiðsins (kennt á fimmtudögum) er fjallað um gagnrýna hugsun og ritgerðasmíð frá ýmsum hliðum: uppbyggingu ritgerða, efnisafmörkun, mál og stíl, heimildanotkun og heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágang o.fl.
Í hinum helmingi námskeiðsins (kennt á þriðjudögum) munu fræðimenn á áðurnefndum sviðum kynna viðfangsefni sín og gestir utan háskólans kynna starfsvettvang íslenskufræðinga, málvísindamanna og táknmálsfræðinga.

X

Inngangur að málfræði (ÍSL110G)

Kynnt verða helstu viðfangsefni málvísinda og undirstöðuatriði í íslenskri málfræði. Fjallað verður um valin atriði innan höfuðgreina málvísinda og helstu hliðargreinar þeirra auk þess sem gefið verður yfirlit yfir þróun málvísinda í gegnum aldirnar. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla skilning nemenda á eðli tungumála og kynna þeim helstu grundvallarhugtök og aðferðir málvísinda. Kennsla felst í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið. Nemendur vinna heimaverkefni reglulega yfir misserið, taka tvö heimakrossapróf og ljúka námskeiðinu með lokaprófi í stofu á háskólasvæðinu.

 

X

Bókmenntafræði (ÍSL111G)

Vilt þú læra nýjar leiðir til að lesa og skilja bókmenntir, kafa undir yfirborð texta og ræða um skáldverk á faglegan hátt? Í þessu námskeiði kynnast nemendur undirstöðuhugtökum í bókmenntafræði, textagreiningu og ritun bókmenntaritgerða. Nemendur læra um ólíkar nálganir í bókmenntagreiningu og fá þjálfun í að beita hugtökum við greiningu á skáldtextum af ýmsu tagi, bæði munnlega og í rituðu máli. Námskeiðið skiptist í fjóra hluta: Inngang að bókmenntafræði, ljóð, frásagnir (sögur og leikrit) og loks bókmenntaritgerðaskrif. 

X

Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)

Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.

X

Miðaldabókmenntir (ÍSL206G)

Fjallað verður um mismunandi leiðir til þess að nálgast miðaldatexta, hvort sem er eftir hefðbundnum leiðum bókmenntafræði miðalda eða nútímabókmenntarannsókna. Þá verður lesið og rætt um viðhorf miðaldamanna til bókmenningar, sagnaskemmtunar og skáldskapar. Helstu greinar íslenskra miðaldabókmennta verða lesnar.

X

Málkerfið – hljóð og orð (ÍSL209G)

Þetta er grundvallarnámskeið í íslenskri hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og orðmyndunarfræði. Farið verður í grundvallaratriði hljóðeðlisfræði og íslenskrar hljóðmyndunar og nemendur þjálfaðir í hljóðritun. Helstu hugtök í hljóðkerfisfræði verða kynnt og gefið yfirlit yfir hljóðferli í íslensku og skilyrðingu þeirra. Einnig verða grundvallarhugtök orðhlutafræðinnar kynnt og farið yfir helstu orðmyndunarferli í íslensku og virkni þeirra. Málfræðilegar formdeildir verða skoðaðar, beygingu helstu orðflokka lýst og gerð grein fyrir beygingarflokkum og tilbrigðum.

X

Straumar og stefnur í bókmenntafræði (ÍSL301G)

Sögulegt yfirlit yfir þróun bókmenntafræði á 20. og 21. öld. Auk fyrirlestra þar sem fjallað er um valdar lykilkenningar er gert ráð fyrir umræðutímum þar sem nemendur æfast í að beita ólíkum nálgunarleiðum á bókmenntatexta.

X

Breytingar og tilbrigði (ÍSL320G)

Markmið þessa námskeiðs er að skýra þau tengsl sem eru á milli málbreytinga í sögu tungumáls og samtímalegra tilbrigða í máli. Meginhugmyndin er sú að málbreytingar leiði að jafnaði til samtímalegra tilbrigða á einhverju tímabili og að öll samtímaleg tilbrigði stafi af einhvers konar málbreytingu eða vísi að breytingu. Í námskeiðinu verða annars vegar kynntar helstu hugmyndir um eðli og tegundir málbreytinga, hvernig breytingar kvikna og hvernig þær breiðast út, og hins vegar hugmyndir um samtímaleg tilbrigði og eðli þeirra. Athyglinni verður fyrst og fremst beint að þróun íslensku, og því verða dæmi einkum tekin úr íslenskri málsögu og íslensku nútímamáli en jafnframt verður bent á hliðstæður í öðrum tungumálum.

X

Setningar og samhengi (ÍSL321G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um grundvallaratriði í íslenskri setningafræði, meðal annars orðflokkagreiningu, setningaliði, flokkun sagna, færslur af ýmsu tagi og málfræðihlutverk. Einnig verður fjallað um málnotkun, merkingu og samhengi og tengsl þessara atriða við setningafræði.

X

Rómantík og tilfinningar: Nútímasjálfið á 19. öld (ÍSL521M)

Rómantískar bókmenntir voru einn helsti farvegur tilfinningatjáningar á 19. öld. Það er fyrst með rómantísku stefnunni sem einstaklingsbundnar tilfinningar verða viðurkenndur þáttur í fagurfræðilegri reynslu. Sterkar kenndir eins og samúð, lotning, undrun og hryllingur voru taldar tengjast fagurfræðilegum fyrirbærum eins og hinu fagra eða hinu háleita (súblíma). Í námskeiðinu verður saga sjálfsins og tilfinningatjáningar rakin í gegnum rómantíska texta og stuðst við fræðirit um það efni. Áhersla verður lögð á orðræðu tilfinninga og sviðsetningu þeirra í ljóðum, bréfum, dagbókum, skáldsögum og leikritum. Við sögu koma hugmyndir um sjálfið og heiminn, kvenleika og karlmennsku, viðkvæmni og depurð, sælu og hrylling, ást og hatur, hamsleysi og yfirvegun. Meðal höfunda og skálda eru Baldvin Einarsson, Benedikt Gröndal, Bjarni Thorarensen, Byron lávarður, Edgar Allan Poe, Gísli Brynjúlfsson, Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum, Grímur Thomsen, Jón Thoroddsen, Jónas Hallgrímsson, Júlíana Jónsdóttir, Kristján Jónsson Fjallaskáld, Matthías Jochumsson, Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, Mary Shelley, Steingrímur Thorsteinsson og Þorsteinn Erlingsson.

X

Eddukvæði og dróttkvæði (ÍSL304G)

Í námskeiðinu verður fjallað um þau eddukvæði og dróttkvæði sem segja frá heiðnum goðum og hetjum fornaldar. Rætt verður um goðafræði og heimsmynd heiðninnar, germönsk hetjukvæði og um leyndardóma dróttkvæðs skáldskapar. Spurt verður um heimildagildi kvæðanna, varðveislu þeirra í munnlegri geymd og ritun þeirra á miðöldum.

X

Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)

Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Áhersla er lögð á greiningu textagagna og námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er að hluta til kennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit). Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.

X

Hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (ÍSL340G)

Í námskeiðinu er fjallað um undirstöðuatriði hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Fyrri hluti námskeiðsins er tileinkaður hljóðfræði. Fjallað er um gerð talfæra og hljóðmyndun. Nemendur fá þjálfun í hljóðritun. Kynntar verðu helstu aðferðir á sviði hljóðeðlisfræði og fjallað um tengsl hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Í seinni hluta námskeiðsins verða kynnt hugtök og aðferðir við greiningu hljóðkerfa og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Ólíkar kenningar í hljóðkerfisfræði verða skoðaðar í tengslum við tungumál almennt og íslenskt hljóðkerfi sérstaklega.

X

Bókmenntir og galdur (ÍSL517M)

Í námskeiðinu verða íslenskar bókmenntir fyrri alda lesnar og greindar með tilliti til hugmynda um galdur og fjölkynngi. Í upphafi verður áherslan lögð á hugmyndir miðaldamanna, svo sem heimildir gefa tilefni til, og galdurinn skoðaður út frá bókmenntaminnum, frásagnarfræði og vísunum. Að því loknu verður litið til afþreyingarbókmennta frá 14. og 15. öld og þeirrar yfirnáttúrlegu heimsmyndar sem einkennir slíkar sögur. Að lokum verður farið í texta frá lærdómsöld og þeir lesnir, greindir og bornir saman við eldra efni. Leitast verður við að skilgreina helstu hugtök sem tengjast galdri og rýna í þá merkingu sem liggur að baki þeim. Í öllum tilvikum verður miðað við texta sem segja frá athöfnum (fjölkynngisbrögðum) á borð við seið, hamskipti, álög, veðragaldur, hugmyndir um sálfarir, forspá og sjónhverfingar. Einnig verða skoðaðar þær aðferðir sem textarnir lýsa og notaðar voru við ástundun galdra, s.s. andhiti, töfraþulur og rúnir, auk þess sem litið verður á helstu töfragripi og meðul, s.s. klæði, drykki og jurtir.

X

Mál og kyn (ÍSL520M)

Fjallað verður um fyrirbærið málfræðilegt kyn, kynjakerfi íslensku og sögu þess. Rætt verður um hlutverk málfræðilegra kynja í íslensku, orðaforða um karla og konur og mun á máli karla og kvenna. Þá verða baráttu fyrir jafnrétti í tungumálinu gerð skil og aðstæður hérlendis bornar saman við aðstæður í öðrum löndum.

Gert er ráð fyrir þátttöku gesta innan og utan Háskólans sem fjalla um ýmsar hliðar þessara mála (málfræðingar, félagsvísindamenn o.fl.). Námskeiðið krefst góðrar mætingar og virkrar þátttöku nemenda. Nemendur fylgjast með fyrirlestrum, taka þátt í umræðum og skila skýrslum um viðfangsefni hverrar viku.

X

Ritfærni: Fræðileg skrif (ÍSR301G)

Ritfærni: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.

X

Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)

Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.

Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.

X

Ævintýri og samfélag: Hjálparhellur, hetjur og vondar stjúpur (ÞJÓ334G)

Ævintýri verða lesin og skoðuð í ljósi samfélagslegra gilda. Lögð verður áhersla á sagnahefðina, flutning sagnafólks, sísköpun þess og meðferð á sagnaminnum. Ævintýrin verða skoðuð m.t.t. hins breytilega efniviðar og hin ýmsu afbrigði einstakra gerða og minna borin saman. Leitast verður við að ráða í merkingu ævintýra, m.a. með táknrýni, auk þess sem þau verða skoðuð í félagslegu ljósi og sett í samhengi við það samfélag sem mótaði þau. Þá verður skoðað hvernig ævintýri eru nýtt og sífellt endursköpuð í nýrri miðlun.

Vinnulag

Kennsla fer einkum fram með fyrirlestrum, en einnig með umræðum svo sem kostur er.

X

Fornmálið (ÍSL211G)

Markmið þessa námskeiðs er að gefa haldgott yfirlit um íslenskt fornmál, einkum hljóðkerfi og beygingarkerfi. Fjallað verður um hljóðkerfi íslensks fornmáls og forsögu þess. Fyrsta málfræðiritgerðin verður lesin og grein gerð fyrir mikilvægi hennar bæði fyrir íslenska og norræna málfræði og sögu málvísinda. Loks verður fjallað rækilega um beygingarkerfi fornmáls.

Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða allmörg heimaverkefni lögð fyrir nemendur og um þau fjallað í sérstökum æfingatímum.

X

Íslenskar samtímabókmenntir (ÍSL213G)

Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu 20. og 21. aldar. Lögð verður áhersla á að setja strauma og stefnur í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum og listum.

X

Bókmenntasaga (ABF210G)

Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum. 

X

Þróun málvísinda (AMV205G)

Í námskeiðinu er saga málvísinda og málspeki rakin í megindráttum frá fornöld til nútímans. Áhersla er lögð á þær kenningar og uppgötvanir sem afdrifaríkastar hafa orðið fyrir hugmyndir og aðferðafræði málvísinda. Meðal annars er fjallað um málvísindi fornaldar, íslenska miðaldamálfræði og sögu málvísindanna á 19. og 20. öld. Að lokum verður rætt um strauma og stefnur í málvísindum nútímans.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Skrift og handrit (ÍSL416M)

Fjallað verður um upphaf skriftar á Íslandi og þróun hennar fram á 19. öld og lögð áhersla á gildi handrita fyrir málsögurannsóknir. Einnig verður fjallað um bókagerð, áhöld til skriftar og varðveislu handrita. Hverjir áttu handritin? Hvað var skrifað og til hvers? Stúdentar lesa valin sýnishorn úr handritum frá 12. öld fram á 19. öld með það að markmiði að þeir verði læsir á helstu tegundir skriftar sem notaðar hafa verið á Íslandi og geri sér grein fyrir þróun skriftar og stafsetningar

X

Setningafræði (ÍSL440G)

Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á ýmsum mikilvægum hugtökum og fræðilegum hugmyndum í setningafræði og geti notað þessa þekkingu til að takast á við ný viðfangsefni á þessu sviði.

Viðfangsefni
Kynntar verða helstu aðferðir og hugtök setningafræðinnar. Af einstökum viðfangsefnum má nefna setningaliði, liðgerðakenninguna, hlutverksvarpanir, sagnfærslu, rökformgerð, fallmörkun, bindilögmál og hömlur á færslum. Umfjöllunin verður byggð á dæmum úr íslensku, ensku og ýmsum öðrum tungumálum.

Vinnulag
Kennsla í námskeiðinu er einkum í formi fyrirlestra en nemendur eru hvattir til virkrar þátttöku með spurningum og athugasemdum.

X

Beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSL447G)

Þetta er framhaldsnámskeið í beygingar- og orðmyndunarfræði og það er kennt annað hvert ár. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir í beygingar- og orðmyndunarfræði, morfemgreiningu, orðmyndunarferli, beygingarreglur og tengsl orðmyndunar og beygingar við hljóðkerfisfræði og setningafræði. Umfjöllunin verður studd dæmum úr íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.

X

Barna- og unglingabókmenntir (ÍSL459G)

Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir sögu íslenskra barnabóka frá upphafi til okkar daga. Í þessu yfirliti verður líka fjallað um erlendar barna- og unglingabækur og kvikmyndir sem hafa skipt máli fyrir þróun og mótun innlendrar frásagnarhefðar. Loks verður lögð áhersla á að nemendur kynnist frásagnaraðferðum barnabóka og sérkennum þeirra sem bókmenntagreinar. Yfirlit verður gefið um helstu rannsóknaraðferðir og fræðilega umræðu um barna- og unglingabókmenntir svo og barnamenningu yfirleitt.

X

Örlög orðanna (ÍSL465G)

Markmið þessa námskeiðs er að fjalla um tegundir málbreytinga og hliðar á íslenskri málsögu sem ekki eru gerð rækileg skil í kjarnanámskeiðum íslenskunámsins. Hér verður orðaforðinn í forgrunni. Í námskeiðinu verður fjallað um eðli og tegundir breytinga sem hafa áhrif á orðaforðann, einkum merkingarbreytinga og lántökufyrirbæra. Jafnframt verður rýnt í sögu íslensks orðaforða með sýnishornum af textum frá ólíkum tímabilum málsögunnar. Námskeiðið veitir auk þess innsýn í viðfangsefni og aðferðir orðsifjafræði og nafnfræði; annars vegar verður hugað að uppruna orða og skyldleika og hins vegar fjallað um breytingar á sérnöfnum, bæði mannanöfnum og örnefnum.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Stílfræði (ÍSL614M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um það hvernig hægt er að rannsaka texta, einkum bókmenntatexta, frá sjónarhóli málvísindanna. Námskeiðið ætti því að henta þeim nemendum sem hafa bæði áhuga á bókmenntafræði og málvísindum. Meðal viðfangsefna eru stíltegundir, notkun tíða, orðaröð, nafngiftir sögupersóna, kynhlutlaust mál, hljóðtáknun, virkni sagna og nafnorða, sjónarhorn, myndlíkingar og fleira. Gert er ráð fyrir fjölda gestafyrirlesara í þessu námskeiði, bæði bókmenntafræðinga og málfræðinga.

X

Módernismi og bókmenntir (ÍSL615M)

Hvað er módernismi og módernískar bókmenntir? En póstmódernismi? Er um að ræða bókmenntagreinar, fagurfræði, tískubylgjur eða jafnvel lestraraðferð? Hvað er nútími og hvernig tengist hann módernisma? Og hver eru helstu íslensku módernísku og póstmódernísku bókmenntaverkin? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður varpað fram í námskeiðinu þar sem sjónum er beint að fyrirbærinu (póst)módernisma á íslensku bókmenntasviði og í alþjóðlegu samhengi. Hugtakið sjálft er krufið til mergjar, saga þess, merking, notkun og ekki síst sú endurskoðun sem það hefur gengið í gegnum á undanförnum árum víða um heim. Ólíkir módernískir textar frá ýmsum tímum eru lesnir, ljóð, smásögur og skáldsögur, og staða þeirra innan íslenskrar bókmenntasögu rædd. Enn fremur er hugað að tímaritum, útgáfu, gagnrýni og öðrum mikilvægum þáttum bókmenntasviðsins.

X

Ritfærni: Skapandi fræðamiðlun (ÍSR401G)

Tilgangur þessa námskeiðs er að þjálfa nemendur í ritfærni. Áhersla verður lögð á þjálfun í meðferð texta af ýmsu tagi. Regluleg ritunarverkefni munu þjálfa ólíkar leiðir til að miðla fræðilegum textum á skapandi hátt, t.a.m. í formi pistla og sannsagna (e. creative nonfiction). Einnig munu nemendur skrifa skapandi texta, svo sem örsögur og smásögur. Nemendum mun gefast tækifæri til að notast við efnivið úr sínum aðalgreinum en þurfa einnig að takast á við nýjar áskoranir. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum, verkefnum í tíma og ritsmiðjum. Námsmat byggist á reglulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni, ferilmöppu og mætingu og þátttöku. Mæting og þátttaka gildir 15% af einkunn og verður að hluta til skyldumæting (8 af 12 ritsmiðjum). Námskeiðið er opið öllum grunnnemum við Háskóla Ísland en nemendur þurfa sjálfir að aðgæta hvort þeir geti fengið námskeiðið metið upp í sína gráðu.

Netnám:

Námskeiðið er kennt í staðnámi en allir fyrirlestrar kennara verða teknir upp. Þetta er gert til að auka aðgengi að námskeiðinu. Ekki er hægt að tryggja upptökur á umræðum eða framsögum nemenda ef á við. Þeir nemendur sem ekki mæta í tíma skulu hlusta á fyrirlestra og skila skýrslu um efni þeirra með hliðsjón af lesefni. Þá skulu þeir vinna sjálfir að þeim ritsmiðjuverkefnum sem lögð eru fyrir í tíma og skila inn til kennara. Sú vinna er þá jafngildi mætingar.

X

Norræn trú (ÞJÓ437G)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

X

BA-ritgerð í íslensku (ÍSL261L)

Nemandi sem hyggst skrifa BA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.

X

Rómantík og tilfinningar: Nútímasjálfið á 19. öld (ÍSL521M)

Rómantískar bókmenntir voru einn helsti farvegur tilfinningatjáningar á 19. öld. Það er fyrst með rómantísku stefnunni sem einstaklingsbundnar tilfinningar verða viðurkenndur þáttur í fagurfræðilegri reynslu. Sterkar kenndir eins og samúð, lotning, undrun og hryllingur voru taldar tengjast fagurfræðilegum fyrirbærum eins og hinu fagra eða hinu háleita (súblíma). Í námskeiðinu verður saga sjálfsins og tilfinningatjáningar rakin í gegnum rómantíska texta og stuðst við fræðirit um það efni. Áhersla verður lögð á orðræðu tilfinninga og sviðsetningu þeirra í ljóðum, bréfum, dagbókum, skáldsögum og leikritum. Við sögu koma hugmyndir um sjálfið og heiminn, kvenleika og karlmennsku, viðkvæmni og depurð, sælu og hrylling, ást og hatur, hamsleysi og yfirvegun. Meðal höfunda og skálda eru Baldvin Einarsson, Benedikt Gröndal, Bjarni Thorarensen, Byron lávarður, Edgar Allan Poe, Gísli Brynjúlfsson, Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum, Grímur Thomsen, Jón Thoroddsen, Jónas Hallgrímsson, Júlíana Jónsdóttir, Kristján Jónsson Fjallaskáld, Matthías Jochumsson, Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, Mary Shelley, Steingrímur Thorsteinsson og Þorsteinn Erlingsson.

X

Eddukvæði og dróttkvæði (ÍSL304G)

Í námskeiðinu verður fjallað um þau eddukvæði og dróttkvæði sem segja frá heiðnum goðum og hetjum fornaldar. Rætt verður um goðafræði og heimsmynd heiðninnar, germönsk hetjukvæði og um leyndardóma dróttkvæðs skáldskapar. Spurt verður um heimildagildi kvæðanna, varðveislu þeirra í munnlegri geymd og ritun þeirra á miðöldum.

X

Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)

Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Áhersla er lögð á greiningu textagagna og námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er að hluta til kennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit). Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.

X

Hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (ÍSL340G)

Í námskeiðinu er fjallað um undirstöðuatriði hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Fyrri hluti námskeiðsins er tileinkaður hljóðfræði. Fjallað er um gerð talfæra og hljóðmyndun. Nemendur fá þjálfun í hljóðritun. Kynntar verðu helstu aðferðir á sviði hljóðeðlisfræði og fjallað um tengsl hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Í seinni hluta námskeiðsins verða kynnt hugtök og aðferðir við greiningu hljóðkerfa og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Ólíkar kenningar í hljóðkerfisfræði verða skoðaðar í tengslum við tungumál almennt og íslenskt hljóðkerfi sérstaklega.

X

Bókmenntir og galdur (ÍSL517M)

Í námskeiðinu verða íslenskar bókmenntir fyrri alda lesnar og greindar með tilliti til hugmynda um galdur og fjölkynngi. Í upphafi verður áherslan lögð á hugmyndir miðaldamanna, svo sem heimildir gefa tilefni til, og galdurinn skoðaður út frá bókmenntaminnum, frásagnarfræði og vísunum. Að því loknu verður litið til afþreyingarbókmennta frá 14. og 15. öld og þeirrar yfirnáttúrlegu heimsmyndar sem einkennir slíkar sögur. Að lokum verður farið í texta frá lærdómsöld og þeir lesnir, greindir og bornir saman við eldra efni. Leitast verður við að skilgreina helstu hugtök sem tengjast galdri og rýna í þá merkingu sem liggur að baki þeim. Í öllum tilvikum verður miðað við texta sem segja frá athöfnum (fjölkynngisbrögðum) á borð við seið, hamskipti, álög, veðragaldur, hugmyndir um sálfarir, forspá og sjónhverfingar. Einnig verða skoðaðar þær aðferðir sem textarnir lýsa og notaðar voru við ástundun galdra, s.s. andhiti, töfraþulur og rúnir, auk þess sem litið verður á helstu töfragripi og meðul, s.s. klæði, drykki og jurtir.

X

Mál og kyn (ÍSL520M)

Fjallað verður um fyrirbærið málfræðilegt kyn, kynjakerfi íslensku og sögu þess. Rætt verður um hlutverk málfræðilegra kynja í íslensku, orðaforða um karla og konur og mun á máli karla og kvenna. Þá verða baráttu fyrir jafnrétti í tungumálinu gerð skil og aðstæður hérlendis bornar saman við aðstæður í öðrum löndum.

Gert er ráð fyrir þátttöku gesta innan og utan Háskólans sem fjalla um ýmsar hliðar þessara mála (málfræðingar, félagsvísindamenn o.fl.). Námskeiðið krefst góðrar mætingar og virkrar þátttöku nemenda. Nemendur fylgjast með fyrirlestrum, taka þátt í umræðum og skila skýrslum um viðfangsefni hverrar viku.

X

Ritfærni: Fræðileg skrif (ÍSR301G)

Ritfærni: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.

X

Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)

Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.

Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.

X

Ævintýri og samfélag: Hjálparhellur, hetjur og vondar stjúpur (ÞJÓ334G)

Ævintýri verða lesin og skoðuð í ljósi samfélagslegra gilda. Lögð verður áhersla á sagnahefðina, flutning sagnafólks, sísköpun þess og meðferð á sagnaminnum. Ævintýrin verða skoðuð m.t.t. hins breytilega efniviðar og hin ýmsu afbrigði einstakra gerða og minna borin saman. Leitast verður við að ráða í merkingu ævintýra, m.a. með táknrýni, auk þess sem þau verða skoðuð í félagslegu ljósi og sett í samhengi við það samfélag sem mótaði þau. Þá verður skoðað hvernig ævintýri eru nýtt og sífellt endursköpuð í nýrri miðlun.

Vinnulag

Kennsla fer einkum fram með fyrirlestrum, en einnig með umræðum svo sem kostur er.

X

BA-ritgerð í íslensku (ÍSL261L)

Nemandi sem hyggst skrifa BA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.

X

Bókmenntasaga (ABF210G)

Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum. 

X

Þróun málvísinda (AMV205G)

Í námskeiðinu er saga málvísinda og málspeki rakin í megindráttum frá fornöld til nútímans. Áhersla er lögð á þær kenningar og uppgötvanir sem afdrifaríkastar hafa orðið fyrir hugmyndir og aðferðafræði málvísinda. Meðal annars er fjallað um málvísindi fornaldar, íslenska miðaldamálfræði og sögu málvísindanna á 19. og 20. öld. Að lokum verður rætt um strauma og stefnur í málvísindum nútímans.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Skrift og handrit (ÍSL416M)

Fjallað verður um upphaf skriftar á Íslandi og þróun hennar fram á 19. öld og lögð áhersla á gildi handrita fyrir málsögurannsóknir. Einnig verður fjallað um bókagerð, áhöld til skriftar og varðveislu handrita. Hverjir áttu handritin? Hvað var skrifað og til hvers? Stúdentar lesa valin sýnishorn úr handritum frá 12. öld fram á 19. öld með það að markmiði að þeir verði læsir á helstu tegundir skriftar sem notaðar hafa verið á Íslandi og geri sér grein fyrir þróun skriftar og stafsetningar

X

Setningafræði (ÍSL440G)

Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á ýmsum mikilvægum hugtökum og fræðilegum hugmyndum í setningafræði og geti notað þessa þekkingu til að takast á við ný viðfangsefni á þessu sviði.

Viðfangsefni
Kynntar verða helstu aðferðir og hugtök setningafræðinnar. Af einstökum viðfangsefnum má nefna setningaliði, liðgerðakenninguna, hlutverksvarpanir, sagnfærslu, rökformgerð, fallmörkun, bindilögmál og hömlur á færslum. Umfjöllunin verður byggð á dæmum úr íslensku, ensku og ýmsum öðrum tungumálum.

Vinnulag
Kennsla í námskeiðinu er einkum í formi fyrirlestra en nemendur eru hvattir til virkrar þátttöku með spurningum og athugasemdum.

X

Beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSL447G)

Þetta er framhaldsnámskeið í beygingar- og orðmyndunarfræði og það er kennt annað hvert ár. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir í beygingar- og orðmyndunarfræði, morfemgreiningu, orðmyndunarferli, beygingarreglur og tengsl orðmyndunar og beygingar við hljóðkerfisfræði og setningafræði. Umfjöllunin verður studd dæmum úr íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.

X

Barna- og unglingabókmenntir (ÍSL459G)

Í námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir sögu íslenskra barnabóka frá upphafi til okkar daga. Í þessu yfirliti verður líka fjallað um erlendar barna- og unglingabækur og kvikmyndir sem hafa skipt máli fyrir þróun og mótun innlendrar frásagnarhefðar. Loks verður lögð áhersla á að nemendur kynnist frásagnaraðferðum barnabóka og sérkennum þeirra sem bókmenntagreinar. Yfirlit verður gefið um helstu rannsóknaraðferðir og fræðilega umræðu um barna- og unglingabókmenntir svo og barnamenningu yfirleitt.

X

Örlög orðanna (ÍSL465G)

Markmið þessa námskeiðs er að fjalla um tegundir málbreytinga og hliðar á íslenskri málsögu sem ekki eru gerð rækileg skil í kjarnanámskeiðum íslenskunámsins. Hér verður orðaforðinn í forgrunni. Í námskeiðinu verður fjallað um eðli og tegundir breytinga sem hafa áhrif á orðaforðann, einkum merkingarbreytinga og lántökufyrirbæra. Jafnframt verður rýnt í sögu íslensks orðaforða með sýnishornum af textum frá ólíkum tímabilum málsögunnar. Námskeiðið veitir auk þess innsýn í viðfangsefni og aðferðir orðsifjafræði og nafnfræði; annars vegar verður hugað að uppruna orða og skyldleika og hins vegar fjallað um breytingar á sérnöfnum, bæði mannanöfnum og örnefnum.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Stílfræði (ÍSL614M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um það hvernig hægt er að rannsaka texta, einkum bókmenntatexta, frá sjónarhóli málvísindanna. Námskeiðið ætti því að henta þeim nemendum sem hafa bæði áhuga á bókmenntafræði og málvísindum. Meðal viðfangsefna eru stíltegundir, notkun tíða, orðaröð, nafngiftir sögupersóna, kynhlutlaust mál, hljóðtáknun, virkni sagna og nafnorða, sjónarhorn, myndlíkingar og fleira. Gert er ráð fyrir fjölda gestafyrirlesara í þessu námskeiði, bæði bókmenntafræðinga og málfræðinga.

X

Módernismi og bókmenntir (ÍSL615M)

Hvað er módernismi og módernískar bókmenntir? En póstmódernismi? Er um að ræða bókmenntagreinar, fagurfræði, tískubylgjur eða jafnvel lestraraðferð? Hvað er nútími og hvernig tengist hann módernisma? Og hver eru helstu íslensku módernísku og póstmódernísku bókmenntaverkin? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður varpað fram í námskeiðinu þar sem sjónum er beint að fyrirbærinu (póst)módernisma á íslensku bókmenntasviði og í alþjóðlegu samhengi. Hugtakið sjálft er krufið til mergjar, saga þess, merking, notkun og ekki síst sú endurskoðun sem það hefur gengið í gegnum á undanförnum árum víða um heim. Ólíkir módernískir textar frá ýmsum tímum eru lesnir, ljóð, smásögur og skáldsögur, og staða þeirra innan íslenskrar bókmenntasögu rædd. Enn fremur er hugað að tímaritum, útgáfu, gagnrýni og öðrum mikilvægum þáttum bókmenntasviðsins.

X

Ritfærni: Skapandi fræðamiðlun (ÍSR401G)

Tilgangur þessa námskeiðs er að þjálfa nemendur í ritfærni. Áhersla verður lögð á þjálfun í meðferð texta af ýmsu tagi. Regluleg ritunarverkefni munu þjálfa ólíkar leiðir til að miðla fræðilegum textum á skapandi hátt, t.a.m. í formi pistla og sannsagna (e. creative nonfiction). Einnig munu nemendur skrifa skapandi texta, svo sem örsögur og smásögur. Nemendum mun gefast tækifæri til að notast við efnivið úr sínum aðalgreinum en þurfa einnig að takast á við nýjar áskoranir. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum, verkefnum í tíma og ritsmiðjum. Námsmat byggist á reglulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni, ferilmöppu og mætingu og þátttöku. Mæting og þátttaka gildir 15% af einkunn og verður að hluta til skyldumæting (8 af 12 ritsmiðjum). Námskeiðið er opið öllum grunnnemum við Háskóla Ísland en nemendur þurfa sjálfir að aðgæta hvort þeir geti fengið námskeiðið metið upp í sína gráðu.

Netnám:

Námskeiðið er kennt í staðnámi en allir fyrirlestrar kennara verða teknir upp. Þetta er gert til að auka aðgengi að námskeiðinu. Ekki er hægt að tryggja upptökur á umræðum eða framsögum nemenda ef á við. Þeir nemendur sem ekki mæta í tíma skulu hlusta á fyrirlestra og skila skýrslu um efni þeirra með hliðsjón af lesefni. Þá skulu þeir vinna sjálfir að þeim ritsmiðjuverkefnum sem lögð eru fyrir í tíma og skila inn til kennara. Sú vinna er þá jafngildi mætingar.

X

Norræn trú (ÞJÓ437G)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

  • Haust
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Gunnlaugur Bjarnason
Ösp Vilberg Baldursdóttir
Elínrós Þorkelsdóttir
Oddur Snorrason
Gunnlaugur Bjarnason
BA í íslensku

Ég hafði ákveðna hugmynd um námið þegar ég skráði mig en strax á fyrsta skóladegi sá ég að hugmyndir mínar um íslensku náðu bara til lítils hluta námsins enda möguleikarnir sem manni bjóðast í náminu gífurlega margir. Eftir það var ekki aftur snúið og ekki skemmdi það fyrir hvað skemmtanalífið er frábært og kennararnir sömuleiðis.

Ösp Vilberg Baldursdóttir
Nemi í íslensku

Rétt áður en ég lauk stúdentsprófi hvíslaði íslenskukennarinn minn því að mér hvort ég hefði skoðað Hugvísindasvið HÍ. Ég þakkaði henni fyrir hvatninguna en aðeins fyrir kurteisissakir, Hugvísindasvið kom ekki til greina. Hvatning kennarans hafði þó einhver áhrif á mig – í það minnsta nægilega mikil til þess að ég íhugaði málið. Fjölbreytileiki námsins heillaði mig og ég sló til. Íslenska er best geymda leyndarmál Háskóla Íslands.

Elínrós Þorkelsdóttir
Íslenska - BA nám

Eftir mikla umhugsun ákvað ég að fara í íslensku við HÍ og hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Íslenskan hefur kennt mér svo margt, til dæmis hef ég fengið að skyggnast inn í fornar og nýjar bókmenntir og lært hvernig tungumálið okkar virkar. Fyrst og fremst hefur íslenskan þó opnað huga minn og aukið víðsýni mína. Ég mæli því hiklaust með íslenskunni – svo spillir heldur ekki fyrir að félagslífið er alveg frábært.

Oddur Snorrason
BA í íslensku

Þrátt fyrir að íslenskunemendur séu hver öðrum ólíkari er þetta náinn hópur. Það er dæmalaust að jafn ólíkt fólk geti blaðrað jafn mikið, dag eftir dag, um landsbyggðarmállýskur og eddukvæðin. Það er ekki hægt að ganga inn í Árnagarð án þess að lenda á spjalli. Nemendurnir hafa allir brennandi áhuga á faginu. Þeir eru annaðhvort helteknir af hljóðkerfisfræði eða ástríðufullir bókmenntafræðingar. Ég valdi íslenskuna af bókmenntaáhuga en nú er ég jafn hugfanginn af málfræðinni.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.