Skip to main content

Stjórnun og forysta

Stjórnun og forysta  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Leiðtogar í skóla- og frístundastarfi!

Á Menntavísindasviði er boðið upp á fjölda námsleiða í meistaranámi. Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu með fyrstu einkunn (7,25).

Styrkir til starfandi kennara

Starfandi kennarar fá styrk til að mennta sig í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf. Markmiðið er að fleiri sæki sér sérhæfingu á þessu sviði til þess að skólar verði betur í stakk búnir til að styðja við kennaranema og nýútskrifaða kennara. Nýjustu kjarasamningar leik- og grunnskólakennara kveða á um hækkun launa ef kennari bætir við sig einingabæru námi.

Hvað kostar námið?

Engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands en árlegt skrásetningargjald er 75.000 kr. (55.000 kr. ef sótt er um innritun á vormisseri). 

Sækja um nám

Umsóknarfrestur í framhaldsnám er 15. apríl ár hvert. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð - Enni
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Fylgdu okkur á Facebook og Instagram!