Leiðtogar í skóla- og frístundastarfi! Á Menntavísindasviði er boðið upp á fjölda námsleiða í meistaranámi. Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu með fyrstu einkunn (7,25). Styrkir til starfandi kennara Starfandi kennarar fá styrk til að mennta sig í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf. Markmiðið er að fleiri sæki sér sérhæfingu á þessu sviði til þess að skólar verði betur í stakk búnir til að styðja við kennaranema og nýútskrifaða kennara. Nýjustu kjarasamningar leik- og grunnskólakennara kveða á um hækkun launa ef kennari bætir við sig einingabæru námi. Hvað kostar námið? Engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands en árlegt skrásetningargjald er 75.000 kr. (55.000 kr. ef sótt er um innritun á vormisseri). Sækja um nám Umsóknarfrestur í framhaldsnám er 15. apríl ár hvert. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní. Show Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf M.Ed., 120 einingar Námið er ætlað kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum, og öðru fagfólki á sviði kennslufræða, uppeldis og menntunar. Með sérhæfingunni er komið til móts við brýna þörf á sérstakri menntun fyrir þá kennara og ráðgjafa sem annast starfstengda leiðsögn í skólum, sérstaklega með nemendum í vettvangsnámi, nýliðum í kennslu og reyndari kennurum. Meginmarkmið námsins er að efla leiðsagnarhæfni þeirra sem annast starfstengda leiðsögn og ráðgjöf við kennara og skóla á sviði kennslufræði, uppeldis og menntunar. Sjónum er einkum beint að hlutverki kennsluráðgjafa, skólaþjónustu og kennara sem annast leiðsögn í starfi s.s. til kennaranema í vettvangsnámi, nýrra kennara eða samkennara í skólaþróun. Sérstakar aðgangskröfur Rétt til að sækja um inngöngu í þessa námsleið eiga þeir sem hafa lokið bakkalárgráðu með fyrstu einkunn (7,25) á sviði menntavísinda og hafa a.m.k. tveggja ára starfsreynsla í störfum tengdum menntun og menntakerfum. Show Stjórnun menntastofnana M.Ed., 120 einingar Námið er ætlað stjórnendum í skólum og öðrum menntastofnunum. Í náminu er lögð áhersla á forystuhlutverk stjórnandans og færni í að leiða farsælt og framsækið starf á tímum hraðfara breytinga sem kalla á sífellda endurskoðun á markmiðum og framkvæmd. Þess er vænst að þeir sem hafa lokið námi á leiðinni verði færir um að stjórna skólastofnun. Sérstakar aðgangskröfur Rétt til að sækja um inngöngu í þessa námsleið eiga þeir sem hafa lokið bakkalárgráðu með fyrstu einkunn (7,25) á sviði menntavísinda, eru með leyfisbréf til kennslu og hafa a.m.k. tveggja ára starfsreynsla. Show Stjórnun og þróunarstarf Tómstunda- og félagsmálafræði með áherslu á stjórnun og þróunarstarf M.Ed., 120 einingarViðbótardiplóma, 60 einingar Þátttakendur fá mörg tækifæri til að yfirfæra kenningar um stjórnun á eigið starf og nýta áskoranir úr starfi í verkefnum og umræðum við aðra stjórnendur. Þátttakendur efla tengslanet sitt í náminu og efla hæfileika sína til að vinna þétt saman með stjórnendum annarra stofnana og ólíkum fagstéttum, sem sífellt meiri krafa er um í samfélaginu. Námið er sérstaklega miðað að stjórnendum á vettvangi frítímans Námið hentar stjórnendum með stutta eða lengri starfsreynsluVerkfæri þátttakenda í náminu verða fyrst og fremst þeirra eigin reynsla Hafðu samband Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs 1. hæð, Stakkahlíð - Enni Sími 525 5950 mvs[hja]hi.is Fylgdu okkur á Facebook og Instagram! facebooklinkedintwitter