Doktorsnám er rannsóknatengt nám sem tekur að jafnaði þrjú til sex ár og lýkur með Ph.D.-gráðu. Doktorsnám á Menntavísindasviði er þvert á deildir. Menntavísindi, Ph.D., 210-240e (tímaritsgreinar eða ritgerð) Markmið doktorsnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er að efla hæfni kandídata til að stunda sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir og fræðastörf. Jafnframt hefur doktorsnám á sviðinu þann tilgang að efla íslenskar rannsóknir á sviði umönnunar, þjálfunar, uppeldis-, tómstundastarfs og menntunar. Doktorsnámsnefnd fer yfir allar umsóknir sem berast um doktorsnám á sviðinu og ef þær standast kröfur er athugað hvort leiðbeinendur séu til staðar og umsækjendur boðaðir í viðtal (sjá nánari upplýsingar undir Stjórnun doktorsnáms hér fyrir neðan). Allar nánari upplýsingar um doktorsnámið er hægt að nálgast hjá verkefnisstjórum Menntavísindastofnunar: Steingerður Ólafsdóttir (steingeo@hi.is) Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir (ssj@hi.is) Umsóknarfrestur um doktorsnám við Menntavísindasvið er til 15. október og 15. apríl ár hvert. Umsóknarfrestur fyrir umsækjendur án íslenskrar kennitölu er til 1. febrúar ár hvert. Reglur Reglur um doktorsnám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Hér má sjá safn reglna Háskóla Íslands sem tengjast doktorsnámi. Umsókn um doktorsnám Inntökuskilyrði Umsækjandi skal hafa lokið meistaragráðu (120 ECTS). Umsækjandi sem lokið hefur meistaraprófi við Kennaraháskóla Íslands (M.Ed., M.S. eða M.A.) eða Háskóla Íslands, eða meistaraprófi frá öðrum háskóla, sviði og deild sem viðurkennd er af Háskóla Íslands, getur sótt um að hefja doktorsnám. Sérhver umsókn er metin, annars vegar á grundvelli fyrra náms og námsárangurs og hins vegar eftir því hvort tiltækur er í skólanum sérfræðingur á því sviði sem rannsóknin fjallar um. Vönduð rannsóknaráætlun er lykilatriði í árangursríkri umsókn um doktorsnám. Þá er talinn kostur að geta bent á eða hafa haft samband við mögulegan leiðbeinanda þegar umsókn er send inn. Fjármögnun er ekki skilyrði fyrir því að fá inngöngu í doktorsnám á Menntavísindasviði en umsækjendur eru beðnir að gera grein fyrir því hvernig þeir hyggjast framfleyta sér. Leiðbeiningar um umsókn um doktorsnám á Menntavísindasviði Gert er ráð fyrir að allar umsóknir berist rafrænt. Tengill á rafrænar umsóknir Vönduð rannsóknaráætlun er lykilatriði í árangursríkri umsókn um doktorsnám. Þá er talinn kostur að geta bent á eða hafa haft samband við mögulegan leiðbeinanda þegar umsókn er send inn. Meðmælabréf Með rafræna umsóknareyðublaðinu og fylgiskjölunum sem þú sendir inn þurfa að vera umsagnarbréf frá tveimur meðmælendum sem þekkja til hæfni þinnar í námi eða rannsóknum. Skráðu nöfn tveggja meðmælenda í umsóknina. Eyðublað fyrir umsagnaraðila Eyðublað fyrir umsagnaraðila á ensku Þar fyllir þú út fyrstu blaðsíðuna, en þar er gert ráð fyrir sama texta og þú hefur þegar skrifað fyrir liði 4 og 8 hér að neðan, þ.e. greinargerð um þýðingu námsins (4) og lýsingu á rannsóknaefni í hnotskurn (7). Síðan sendirðu eyðublaðið áfram til meðmælenda þinna og þeir ljúka við eyðublaðið og senda rafrænt til Menntavísindasviðs. Önnur fylgigögn Leiðbeiningar um frágang fylgiskjala með umsókn Með umsókn um doktorsnám á Menntavísindasviði skulu fylgja eftirtalin fylgiskjöl á rafrænu formi. Vinsamlega númerið þau og látið fylgja, í þeirri röð sem þau eru talin upp: Fyrri hluti – Umsækjandi 1. Náms- og starfsferill. Skráið skóla, námsgrein, gráðu eða námskeið/einingar sem lokið var og námslokaár í yfirliti yfir menntun, og stofnun, starf og tímabil fyrir hvert starf. Listarnir eiga að vera í öfugri tímaröð 2. Ritaskrá og valin birt verk. Nákvæm ritaskrá (bækur, greinar, skýrslur o.s.frv.) þarf að fylgja umsókn. Sendið einnig rafræn afrit af völdum ritverkum, þeim sem best sýna reynslu og hæfni umsækjanda á fræðasviði því sem sótt er um. 3. Tengdar rannsóknir og störf. Lýstu, í 300 – 400 orðum, fyrri reynslu þinni af störfum og rannsóknum á sviði því sem þú sækir um. 4. Greinargerð. Hvaða þýðingu telur þú að doktorsnámið muni hafa fyrir þig? Gerðu grein fyrir helstu ástæðum þess að þú sækir um doktorsnám á Menntavísindasviði. 5. Prófskírteini/námsferill. Umsókn skulu fylgja staðfest afrit prófskírteina með námsyfirlitum úr öllu háskólanámi. Staðfest afrit er gefið út af viðkomandi skóla, eða er ljósrit af frumriti sem til þess bær aðili (t.d. sýsluskrifstofa) staðfestir með stimpli og undirskrift. Hægt er að koma með frumrit á Þjónustuborð Háskóla Íslands á Háskólatorgi og fá þar staðfest afrit skírteina, ef þörf krefur. ATHUGIÐ: Aðeins þarf að koma með skírteini ef námið fór fram við aðra skóla en HÍ, KHÍ eða forvera hans. Seinni hluti – Rannsóknaáform 6. Vinnuheiti rannsóknaverkefnis 7. Lýsing á rannsóknaefni í hnotskurn. Hér er rætt stuttlega um fyrirhugaða rannsókn, í aðeins um 200 orðum. Þessi texti verður notaður hjá nefndum og ráðum sem fjalla um doktorsnám innan HÍ. 8. Drög að rannsóknaáætlun Að jafnaði skal skrifa drögin á ensku. Um 1800-2200 orð. Rannsóknaáætlun felur í sér eftirfarandi þætti: Inngangur Kynning og afmörkun viðfangsefnis. Stutt greinargerð um markmið og vísindalegt gildi viðfangsefnis. Rök fyrir vali viðfangsefnis og hvernig það tengist reynslu og/eða áformum höfundar. Staða þekkingar Kenningarleg nálgun og skýringar á hugtökum eftir því sem þörf er á. Stutt úttekt á fyrirliggjandi þekkingu úr rannsóknum annarra – hvað veistu nú þegar? Hvers viltu spyrja og að hverju viltu komast? Aðferðir og aðferðafræði Aðferðafræði og rannsóknasnið. Gagnaöflun – hvernig muntu safna gögnum og hvaðan koma þau? Möguleg siðferðileg atriði varðandi rannsóknina. 9. Drög að námsáætlun Námsáætlun er lýsing á námskeiðum og öðru starfi doktorsnemans allt námstímabilið. Vert er að hafa í huga að nám til doktorsgráðu tekur 3 – 4 ár í fullu námi, en 6 – 8 ár í hlutanámi. Leggðu mat á eigin þekkingu og reynslu, styrkleika og veikleika, og ræddu hvernig þú hefur hugsað þér að skipuleggja nám þitt. Hvaða námskeið stefnirðu á að taka við HÍ og hvenær? Hvenær býstu við að dvelja við háskóla erlendis? Hvað þarftu að gera til þess að verða nægilega vel undirbúin(n) til að hefjast handa við sjálft rannsóknaverkefnið? Hér er óskað eftir drögum að námsáætlun, en endanleg námsáætlun er unnin í samráði við leiðbeinendur, eftir að inntaka í doktorsnám hefur verið samþykkt Gert er ráð fyrir að allar umsóknir berist rafrænt. Önnur fylgigögn berist til: umsokn@hi.is. Ef fylgigögn eru ekki til á rafrænu formi skulu þau berast á Þjónustuborð á Háskólatorgi. Ef sent í pósti skal það póststimplað í síðasta lagi 15. apríl eða 15. október eftir því sem við á og berast á heimilisfangið: Háskóli Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík. Tengill á rafrænar umsóknir Ef umsókn telst ófullnægjandi verður henni vísað frá. Þeir umsækjendur sem koma til greina verða boðaðir í viðtal áður en lokaákvörðun um inntöku í námið er tekin. Umsóknum verður svarað skriflega. Sjá nánar um fylgigögn með umsókn: https://www.hi.is/nam/fylgigogn_med_umsokn Alþjóðleg tengsl Menntavísindasvið er í samstarfi við háskóla á Norðurlöndum um sameiginlegan doktorsskóla NordTed: http://nor-ted.com/ Skipulag doktorsnáms við Menntavísindasvið HÍ byggir að stórum hluta á alþjóðlegu tengslaneti sem starfsmenn þess búa yfir. Nemendur eru hvattir til þess að skrifa ritgerðir sínar á ensku þannig að unnt sé að hafa fræðimenn frá erlendum háskólum bæði sem fulltrúa í leiðsagnarnefnd og sem andmælendur í doktorsvörn. Þetta er gert til að vinna gegn þeim ókostum sem smæð íslenska fræðasamfélagsins hefur í för með sér. Doktorsnemar skulu dvelja um nokkurt skeið við erlendan háskóla eða eiga annars konar formlegt samstarf við erlenda vísindamenn á námstímanum. Með þessu er ýtt undir myndun tengsla við fræðasamfélög erlendis. Sem dæmi um háskóla sem nemendur hafa numið við í tengslum við doktorsnám sitt á Menntavísindasviði má nefna McGill-háskóla í Kanada og Oxford og Exeter í Bretlandi. Einnig er lögð áhersla á samstarf við háskóla á Norðurlöndunum. Háskóli Íslands hefur gert samkomulag um sameiginlegar doktorsgráður við ýmsa erlenda háskóla. Handbók Handbók um doktorsnám á Menntavísindasviði uppfærð 2024 Brautskráðir nemendur 2024 Doktorsvörn: Friðborg Jónsdóttir Doktorsvörn: Jakob Frímann Þorsteinsson 2023 Doktorsvörn: Megumi Nishida Doktorsvörn: Guðrún Björg Ragnarsdóttir Doktorsvörn: Eva Harðardóttir Doktorsvörn: Bergljót Þrastardóttir Doktorsvörn: Kolfinna Jóhannesdóttir Doktorsvörn: Björk Ólafsdóttir Doktorsvörn: Fríða Bjarney Jónsdóttir Doktorsvörn: Sigríður Margrét Sigurðardóttir Doktorsvörn: Benjamin Aidoo Doktorsvörn: Ingólfur Gíslason Doktorsvörn: Jóhann Örn Sigurjónsson 2022 Doktorsvörn: Katrín Ólafsdóttir Doktorsvörn: Björn Rúnar Egilsson Doktorsvörn: Ósk Dagsdóttir Doktorsvörn: Ívar Rafn Jónsson Doktorsvörn: Karen Elizabeth Jordan Doktorsvörn: Sigrún Þorsteinsdóttir Doktorsvörn: Rúna Sif Stefánsdóttir Doktorsvörn: Svava Björg Mörk 2021 Doktorsvörn: Anna Björk Sverrisdóttir Doktorsvörn Bjarnheiðar Kristinsdóttur Doktorsvörn Pascale Mompoint Gaillard Doktorsvörn Renata Emilsson Pesková Doktorsvörn Susan Elizabeth Gollifer Doktorsvörn Auðar Magndísar Auðardóttur 2020 Doktorsvörn Susan Rafik Hama Doktorsvörn Soffíu Margrétar Hrafnkelsdóttur Doktorsvörn Artem Ingmars Benediktssonar Doktorsvörn Vöku Rögnvaldsdóttur 2019 Doktorsvörn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur Doktorsvörn Valgerðar S. Bjarnadóttur Doktorsvörn Söru Margrétar Ólafsdóttur Doktorsvörn Ingibjargar Óskar Sigurðardóttur Doktorsvörn Kristínar Valsdóttur Doktorsvörn Elvars Smára Sævarssonar 2018 Doktorsvörn Kristínar Jónsdóttur Doktorsvörn Guðrúnar Ragnarsdóttur Doktorsvörn Inga Þórs Einarssonar Doktorsvörn Rannveigar Oddsdóttur 2017 Doktorsvörn Kristínar Karlsdóttur Doktorsvörn Hiroe Terada Doktorsvörn Kristjáns Ketils Stefánssonar Doktorsvörn Ásthildar B. Jónsdóttur Doktorsvörn Eddu Óskarsdóttur 2016 Kynning á doktorsritgerð Hjördísar Þorgeirsdóttur frá Exeterháskóla og Háskóla Íslands Doktorsvörn G. Sunnu Gestsdóttur Doktorsvörn Ragnýjar Þóru Guðjónssen Doktorsvörn Jónínu Völu Kristinsdóttur Doktorsvörn Önnu Guðrúnar Edvaldsdóttur 2015 Doktorsvörn Ásrúnar Matthíasdóttur Doktorsvörn Birnu Maríu Svanbjörnsdóttur Doktorsvörn Hrundar Þórarins Ingudóttur Doktorsvörn Anh-Dao Katrínar Tran Doktorsvörn Sigríðar Ólafsdóttur Doktorsvörn Kristínar Norðdahl Doktorsvörn Hrannar Pálmadóttur Doktorsvörn Ingibjargar V Kaldalóns 2014 Doktorsvörn Guðmundar Sæmundssonar Doktorsvörn Jóns Ingvar Kjaran Doktorsvörn Kristjönu Stellu Blöndal Doktorsvörn Guðrúnar Öldu Harðardóttur Doktorsvörn Hermínu Gunnþórsdóttur Doktorsvörn Önnu Ólafsdóttur Doktorsvörn Janusar Guðlaugssonar Doktorsvörn Svanhildar Sverrisdóttur Doktorsvörn Auðar Pálsdóttur 2013 Doktorsvörn Lilju M. Jónsdóttur Doktorsvörn Atla V. Harðarsonar Doktorsvörn Meyvants Þórólfssonar Doktorsvörn Jóns Árna Friðjónssonar 2012 Doktorsvörn Þórdísar Þórðardóttur Doktorsvörn Kolbrúnar Þorbjargar Pálsdóttur 2011 Doktorsvörn Karenar Rutar Gísladóttur Doktorsvörn Kristjáns Þórs Magnússonar Doktorsvörn Svanborgar Rannveigar Jónsdóttur 2010 Doktorsvörn Þuríðar Jónu Jóhannsdóttur 2009 Doktorsvörn Önnu Magneu Hreinsdóttur 2008 Doktorsvarnir frá Kennaraháskóla Íslands 2008 Stjórnun doktorsnáms Doktorsnámsnefnd Doktorsnámsnefnd hefur það hlutverk að þróa doktorsnámið og tryggja að það standist alþjóðlegar kröfur. Nefndin hefur eftirlit með náminu, og í samstarfi við deildir umsjón með því, námskeiðahaldi og þeirri stjórnsýslu sem námið krefst. Doktorsnámsnefnd frá 1. júlí 2024 til 30. júní 2026 Annadís Greta Rúdólfsdóttir, formaður Íris Ellenberger, Deild faggreinakennslu Hanna Ragnarsdóttir, Deild kennslu- og menntunarfræði Guðrún Ragnarsdóttir, Deild menntunar og margbreytileika Erlingur Sigurður Jóhannsson, Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Steingerður Ólafsdóttir, fulltrúi stjórnsýslu Ingibjörg Jónsdóttir Kolka, fulltrúi doktorsnema Varafulltrúar: Atli Vilhelm Harðarson og Rannveig Björk Þorkelsdóttir Miðstöð framhaldsnáms Miðstöð framhaldsnáms Hlutverk Miðstöðvar framhaldsnáms er að tryggja og efla gæði meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands og stuðla að viðgangi þess í samræmi við ákvarðanir háskólaráðs. Miðstöð framhaldsnáms við Háskóla Íslands hefur umsjón með og fylgir eftir settum viðmiðum og kröfum um gæði framhaldsnáms við Háskóla Íslands með það að markmiði að stuðla að kröftugu vísindastarfi sem stenst alþjóðlegan samanburð og samkeppni. Sjá vefsíðu Miðstöðvar framhaldsnáms facebooklinkedintwitter