Skip to main content

Læknisfræði

Læknisfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Læknisfræði

BS – 180 einingar

BS nám í læknisfræði er fullt nám í þrjú ár og fyrsta skrefið í átt að læknastarfi. Inntökupróf er í námið. 

Kennd er undirstaða í eðlis- og efnafræði, starfsemi mannslíkamans, samskipti við sjúklinga og líkamsskoðun, siðfræði læknisstarfsins, meinafræði og lyfjafræði.

Skipulag náms

X

Klínisk aðferð: Samskiptafræði - Sálarfræði I (LÆK225G)

Á þessu námskeiði er fjallað um grunnþætti heilsusálfræði, kenningar um heilsuhegðun, áhrif viðhorfa, tilfinningar og hegðunar á getu einstaklinga til að sinna eigin heilsu og takast á við heilsutengdar breytingar. Fjallað verður í þessu samhengi um nokkur af helstu viðfangsefnum sálfræðinnar svo sem þroska, sjálfsmynd, persónuleika, bjargráða, streitu og áföll.

Kennsla er í formi fyrirlestra og verklegrar kennslu. Æfingar tengt námsefninu eru unnar samhliða fyrirlestrum ýmist í tímum eða milli tíma. Prófað verður úr námsefninu á verklegu stöðvaprófi þar sem áhersla er lögð á að prófa fræðilega þekkingu samhliða því að meta hve vel gengur að miðla upplýsingum á skiljanlegan hátt í samræmi við góða samskipta hætti.

Námskeiðið er samkennt LÆK226G Klínisk aðferð: Samskiptafræði - læknir/sjúklingur I

Læknanemar munu halda áfram að vinna með þessi viðfangsefni í samskiptafræði og sálfræði á 2 ári og umræðuhópum á 3-6 ári.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Teitur Ari Theodórsson
Þórdís Þorkelsdóttir
Thelma Kristinsdóttir
Teitur Ari Theodórsson
Læknisfræði

Fyrri þrjú ár námsins eru byggð upp af grunnfögum læknisfræðinnar. Þau veigamestu telja líffærafræði (e. anatomy), lífeðlisfræði, lífefnafræði, lyfjafræði og meinafræði. Skiptist námið þannig að á 1. ári er líffærafræðin fyrirferðarmest, á 2. ári kveður lífeðlis- og lífefnafræðin sér rúms en á 3. ári er tími lyfja- og meinafræðinnar kominn. Bygging námsins er í línulegri röð, þ.e. til þess að öðlast nýja þekkingu þarf sífellt að ryfja upp það sem áður hefur verið lært. Sem gerir það að verkum að þrátt fyrir að náminu sé skipt niður í áfanga hjálpar það nemandanum að byggja upp heildarmynd af virkni og starfsemi líkamans.

Hafðu samband

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881 Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

Opið alla virka daga 9:00-15:00

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.