Inntökupróf 2025 Inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði verður haldið fimmtudaginn 5. júní og föstudaginn 6. júní 2025. Prófið er staðpróf sem lagt verður fyrir í rafræna prófakerfinu INSPERA. Athugið að í ár verður boðið upp á tvo prófstaði, annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Akureyri, og skal velja prófstað í rafrænu umsókninni. Umsóknarfrestur og skilafrestur fylgigagna er til 20. maí 2025. Umsókn um grunnnám í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði eða tannlæknisfræði er það sama og skráning í inntökuprófið og skal sækja um með rafrænum skilríkjum. Athugið að einungis er mögulegt að sækja um eina námsleið í grunnnámi, sé sótt um fleiri er það nýjasta umsóknin sem gildir en eldri umsóknir verða sjálfkrafa ógildar. Allir próftakar sem ekki öðlast rétt til náms í læknis-, sjúkraþjálfunar- eða tannlæknisfræði fá möguleika á að sækja um í annað nám eftir að niðurstöður hafa verið birtar. Show Inntökuskilyrði Inntökuskilyrðin eru stúdentspróf eða annað sambærilegt próf og skal því lokið þegar inntökuprófið er þreytt. Umsóknin telst því ekki gild fyrr en staðfestu afriti af prófsskírteini, eða staðfestingu á að prófi verði lokið áður en til inntökuprófs kemur, hefur verið skilað til Nemendaskrár Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík. Athugið að umsækjendur sem í umsóknarferlinu veita HÍ leyfi til að sækja rafrænt stúdentsprófsskírteini sitt úr Innu þurfa ekki að skila fylgigögnum á pappír. Greiðslufrestur próftökugjalds er til 28. maí 2025 fyrir kl. 16:00. Próftökugjald er kr. 35.000,- og verður að greiða eigi síðar en fyrir kl. 16:00 á eindaga 28. maí inni í umsóknagátt Háskóla Íslands. Mikilvægar dagsetningar Hér má finna lista yfir mikilvægar dagsetningar tengdar inntökuprófinu ásamt frekari upplýsingum. Umsækjendum er bent á að skráning í inntökuprófið er strangt og nákvæmt ferli og nauðsynlegt er að virða uppgefna tímafresti til að tryggja próftökurétt! Þessi upplýsingasíða verður næst uppfærð eftir að skráningu lýkur. Vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu Læknadeildar í síma 525 4899 eða á netfang medicine@hi.is hafir þú fyrirspurnir eða athugasemdir. Tengt efni: Upplýsingar um Inntökuprófið Algengar spurningar um gerð og framkvæmd prófsins Upplýsingasíða fyrir umsækjendur Reglur um inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði Reglur um val nemenda til náms í tannlæknisfræði og tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands Inntökuprófið á Facebook Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands facebooklinkedintwitter