Skip to main content

Kínversk fræði - Grunndiplóma

Kínversk fræði - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Kínversk fræði

Grunndiplóma – 60 einingar

Í kínverskum fræðum öðlast nemendur vald á kínverskri tungu og ritmáli sem og skilning á fjölmörgum hliðum kínverskrar menningar, margbrotnum pólitískum og samfélagslegum birtingarmyndum í kínverskum samfélögum nútímans og hinu blómlega og spennandi viðskiptalífi í Kínverska alþýðulýðveldinu.

Skipulag náms

X

Kína nútímans: Samfélag, stjórnmál og efnahagur (KÍN101G)

Hvernig virkar Kína? Yfirlitsnámskeið helstu áhrifaþátta kínversks samfélags, stjórnmála og efnahags með áherslu á afleiðingar opnunarstefnunnar eftir 1978. Farið verður yfir landfræði Kína. Stiklað er á stóru í efnahagssögu landsins. Stjórnmál og breytingar í forystu ríkisins og flokksins verða rýnd gaumgæfilega m.a. m.t.t. stjórnmálahagfræði Kína og samskipta við nágrannalöndin í Asíu og við Kyrrahaf. Einnig verða helstu atriði er varða þróun Kína nútímans skoðuð hvert fyrir sig í einstökum kennslustundum, þ. á m. orkumál, umhverfismál, lýðfræði, lista og alþjóðatengsl. Einnig verður vikið að stöðu fjölskyldunnar og kvenna, mannréttindum og fjölbreytileika. Hong Kong, Tævan og Tíbet eru einnig sérstaklega til umfjöllunar. Horft verður á klippur úr nýlegum kínverskum heimildamyndum sem taka á ýmsum þáttum hinna miklu umbreytinga sem orðið hafa á kínversku samfélagi undanfarna áratugi. Námskeiðið er kennt á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Eyþór Björgvinsson
Hinrik Hólmfríðarson Ólason
Snæfríður Grímsdóttir
Eyþór Björgvinsson
BA - í kínverskum fræðum

Kínversk fræði er frábær námsleið fyrir þá sem hafa áhuga á tungumálum og/eða kínverskum málefnum. Þess má geta að námið er mjög krefjandi en ekki síður skemmtilegt. Í boði eru einstaklega áhugaverð námskeið sem snúa að kínverskri sögu, menningu og samfélagi. Námið er vel skipulagt og kennsluefni mjög áhugavert. Sérstakt hrós fá kínverskukennararnir. Þeir kenndu okkur af miklu kappi og héldu vel utan um hópinn. Kostur er á að klára þriðja skólaárið í Kína. Í raun alger hápunktur námsins þar sem maður er umkringdur kínverskri menningu, sögu og tungu. Skiptinám af þessu tagi er að mínu mati einn besti "kennarinn". Ég get því heils hugar mælt með kínverskri fræði sem aðalgrein.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.