
Heilbrigðisvísindi, doktorsnám
180 eða 240 einingar - Doktorspróf
Námið veitir þekkingu, hæfni og þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum til að stunda vísindalegar rannsóknir og gegna hagnýtum störfum á innlendum sem og erlendum vettvangi.
Doktorsnám í heilbrigðisvísindum stendur til boða í öllum deildum Heilbrigðisvísindasviðs.

Um námið
Doktorsnám í heilbrigðisvísindum er 180 eininga, þriggja ára, rannsóknatengt, fræðilegt og verklegt framhaldsnám.
Doktorsnemum er skylt að ljúka eða hafa lokið þremur námskeiðum. Þátttaka í ráðstefnu á viðkomandi fræðasviði er einnig skylda.

Markmið námsins
- Að veita nemendum þjálfun og innsýn í rannsóknaraðferðir heilbrigðisvísinda
- Að nemendur öðlist ítarlega þekkingu á sviði doktorsverkefnis síns
Í náminu felst undirbúningur og framkvæmd rannsókna, úrvinnsla og túlkun niðurstaðna, kynning og rökræður á eigin rannsóknum í samhengi við þekkingu á fræðasviðinu og birting í ritrýndum tímaritum.
Til að innritast í doktorsnám á Heilbrigðisvísindasviði þarf almennt að hafa lokið MS-/MA-prófi frá Háskóla Íslands með lágmarkseinkunn 7,25 (á kvarðanum 0 til 10), eða öðru prófi sem doktorsnámsnefnd metur að sé samsvarandi. Nánar um inntökuskilyrði í doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið.
Hafðu samband
Skrifstofa Heilbrigðisvísindasviðs
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4866
Netfang: hvs@hi.is
Opið alla virka daga 10:00-16:00
