Skip to main content

Heilbrigðisgagnafræði - Grunndiplóma

Heilbrigðisgagnafræði - Grunndiplóma

Heilbrigðisvísindasvið

Heilbrigðisgagnafræði

Grunndiplóma – 90 einingar

Heilbrigðisgagnafræði er stutt, hagnýtt fagnám á Heilbrigðisvísindasviði sem veitir löggild réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafræðingur. Nám í heilbrigðisgagnafræði er hægt að stunda sem fullt nám eða á lengri tíma með vinnu.

Námið hentar vel nemendum utan höfuðborgarsvæðis þar sem kennsla er að mestu leyti rafræn.

Skipulag náms

X

Inngangur að heilbrigðisgagnafræði (HGF101G)

Í námskeiðinu öðlast nemendur þekkingu á íslenska heilbrigðiskerfinu og lögmálum þess. Farið verður yfir siðfræðilega þætti fagsins, meðferð heilsufarsupplýsinga, stjórnun og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana, lög og reglur í heilbrigðiskerfinu og persónuverndarlög. Ennfremur verður veitt innsýn í rafræna sjúkraskrá, gagnaöflun til vísindarannsókna, mismunandi tegundir heilbrigðisupplýsinga og samanburðarhæfi þeirra. Farið verður yfir hagnýt atriði við upphaf háskólanáms svo sem námstækni, skýrslugerð, meðferð heimilda og ýmsar reglur Háskóla Íslands.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðrún Jóhannesdóttir
Alda Eir Helgadóttir
Heilbrigðisgagnafræði - Diplómanám

Meginástæðan fyrir því að ég valdi heilbrigðisgagnafræði er sú að hún er frábært tól sem hægt er að nýta sér víða í heilbrigðisgeiranum. Ég vinn í lyfjafyrirtæki þar sem námið nýttist mér strax mjög vel, eins og  t.d. skjalastjórnunin sem hefur komið að mjög góðum notum. Nánast eingöngu er unnið með rafræn gögn sem nauðsynlegt er að hafa góða stjórn á.

Hafðu samband

Umsjónaraðili námsleiðar: Gunnvör Sigríður Karlsdóttir
Netfang: gunnvor@hi.is

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881 Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.