Á fjórða tug afreksnema fær styrk til náms í Háskóla Íslands
Háskóli Íslands veitti í dag 34 framúrskarandi námsmönnum styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við athöfn í Hátíðasal skólans. Styrkþegarnir koma alls staðar af landinu og hafa skráð sig í 24 námsleiðir.
Frá því að Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands var settur á laggirnar árið 2008 hefur á fimmta hundrað nýnema tekið við styrkjum úr sjóðnum. Sjóðurinn leggur áherslu á að styðja nýnema sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Sjóðurinn styrkir einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig afar vel í námi.
Auglýst var eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði í vor og bárust sjóðnum alls 72 umsóknir. Því var úr vöndu að ráða fyrir stjórn sjóðsins sem ákvað að veita 34 nýnemum við Háskóla Íslands styrk. Þeir koma úr 13 framhaldskólum og í hópi þeirra eru níu dúxar og semidúxar. Styrkupphæð hvers og eins nemur 375 þúsund krónum og heildarupphæð styrkjanna er því tæpar 13 milljónir króna.
Styrkhafarnir eru: Aleksandar Kirilov Stamenkov, Alexander K. Bendtsen, Anita Yrr Taylor, Anna Soffía Hauksdóttir, Ashali Ásrún Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Hreiðarsdóttir, Bjarni Hauksson, Elísa Inger Jónsdóttir, Eva Mítra Derayat, Guðbjörg Alma Sigurðardóttir, Guðrún Edda M. Harðardóttir, Hannes Hermann Mahong Magnússon, Helena Björk Arnarsdóttir, Hildigunnur Ingadóttir, Ísleifur Arnórsson, Jakobína Hjörvarsdóttir, Jovan Gajic, Jóhanna Hlynsdóttir, Jóhanna María Ægisdóttir, Karin Guttesen, Katla Ólafsdóttir, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, Leifur Már Jónsson, María Hafdís Breiðfjörð, Matthías Andri Hrafnkelsson, Noor Muayad Khalid Al Zamil, Patryk Lukasz Edel, Pjetur Már Hjaltason, Ragnar Þórólfur Ómarsson, Rut Rebekka Hjartardóttir, Sigurður Ari Stefánsson, Teresa Ann Frigge, Thanawin Yodsurang og Ylfa Flosadóttir.
Styrkirnir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands eru veittir með stuðningi Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og Happdrættis Háskóla Íslands. Stjórn Afreks- og hvatningarsjóðs stúdenta Háskóla Íslands í ár skipa Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar og prófessor við Sálfræðideild, Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild.
Nánari upplýsingar um styrkhafana eru í meðfylgjandi skjali.