Skip to main content

Vinnustofa: Letting Our Bodies Tell the Story: Conducting a Feminist Co/Autoethnography

Vinnustofa: Letting Our Bodies Tell the Story: Conducting a Feminist Co/Autoethnography - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. desember 2023 13:00 til 15:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Stofa K-205

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Vinnustofa: Letting Our Bodies Tell the Story: Conducting a Feminist Co/Autoethnography

Monica Taylor, forstöðukona kynjafræða, femíniskra fræða og kynseginfræða og prófessor í deild menntastofnana og doktorsdeild í kennaramenntun og kennaraþróun við Montclair State University heldur vinnustofu 7. desember kl. 13-15 í stofu K-205 í Stakkahlíð.

Hvernig læturðu líkama þinn segja söguna? Hvers virði er líkömnuð þekking þegar við hugleiðum hver við vorum sem nemendur og hver við erum núna sem kennarar? Hvernig könnum við hvaðan kennsluviðhorf okkar og venjur hafa komið? Hvernig framkvæmum við sjálfsþátttökurannsóknir? Í þessari vinnustofu mun Monica Taylor bjóða þátttakendum að kanna hvernig við notum líkamann sem leið til að rannsaka lífsreynslu okkar í gegnum femíniskar sjálfsþátttökurannsóknir. Þessi útgáfa af sjálfsþátttökurannsóknum á rætur að rekja í aðferðafræði starfstengdrar sjálfsrýni sem Monica þróaði upphaflega með Lesley Coia (Taylor & Coia, 2020), en hefur síðan endurskapað í samvinnu við Emily Klein, þar sem margvíslegar nýjar áherslur urðu til í gegnum femíniska vináttu þeirra.

Merkingarsköpunin felst í að flétta saman sögum þeirra og samtölum. Monica Taylor biður þig að koma með gripi frá bernsku þinni og unglingsárum á málstofuna. Þetta geta verið ljósmyndir, ljóð, söngtextar, skáldsögur, skólaverkefni, listaverk eða munir sem hafa menningarlegt gildi sem geta hjálpað til að nálgast sögurnar í líkama þínum. Það er von Monicu að með því að nýta fjölbreyttar aðferðir til að kalla fram tilfinningar og minningar líkamans uppgötvi fólk margvíslegar leiðir til að nálgast eigin frásagnir.

Að vinnustofu lokinni verður áframhaldandi samtal við Morgan. Ath.Vinnustofan fer fram á ensku. 

---

Monica Taylor er forstöðukona kynjafræða, femíniskra fræða og kynseginfræða og prófessor í deild menntastofnana og doktorsdeild í kennaramenntun og kennaraþróun við Montclair State University. Skrif hennar snúast um femíniska kennslufræði, starfstengda sjálfsrýni, LGBTQ+, inngildandi starfshætti, kennslufræði félagslegs réttlætis og kennaraforystu. Nýjasta bókin hennar er Our Bodies Tell the Story: Using Feminist Research and Friendship to Reimagine Education and Our Lives. Aðrar bækur sem hún hefur skrifað eða ritstýrt eru meðal annars: The 2nd International Handbook of Self-Study of Teaching and Teacher Education Practices; Playhouse: Optimistic Stories of Real Hope for Families with Little Children; A Year in the Life of a Third Space Urban Teacher Residency: Using Inquiry to Reinvent Teacher Education; Gender, Feminism, and Queer Theory in the Self-Study of Teacher Education Practices; and Whole Language Teaching, Whole Hearted Practice: Looking Back, Looking Ahead. Hún er meðritstjóri The Educational Forum og annar aðalrannsakandi WIPRO Science Education Fellows styrksins sem styður kennaraleiðtoga í fimm hverfum í New Jersey. Monica situr einnig í stjórn Planned Parenthood í Metro New Jersey og er sjálfboðaliði sem talskona hælisleitenda og kjósendaverndar. Skuldbinding hennar til að berjast gegn kynjamismun, gagnkynhneigðarrembu og kynþáttafordómum endurspeglast í lífi hennar og starfi. 

Monica Taylor, forstöðukona kynjafræða, femíniskra fræða og kynseginfræða og prófessor í deild menntastofnana og doktorsdeild í kennaramenntun og kennaraþróun við Montclair State University heldur vinnustofu 7. desember kl. 13-15 í stofu K-205 í Stakkahlíð.

Leiðir til að nálgast minningar líkamans  út frá femíniskum sjálfsþátttökurannsóknum