Skip to main content

Vinnustofa Farsældarnetsins II

Vinnustofa Farsældarnetsins II - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. október 2023 9:30 til 12:00
Hvar 

Stapi

- stofa 108

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þann 1. janúar 2022 tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, en með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.

Á þessari annarri vinnustofu Farsældarnetsins er ætlunin að tengja saman fólk sem vinnur að rannsóknum sem tengjast farsæld barna. Á fundinum verða nokkrar stuttar kynningar frá aðilum sem hafa verið að taka saman gögn og upplýsingar sem tengjast farsæld barna. Við viljum velta fyrir okkur eftirfarandi spurningum: Hvaðer átt við með farsæld barna?

Er hægt að mæla og rannsaka farsæld barna? Hvaða gögn eru til um farsæld barna? Hvaða rannsóknir er verið að vinna um farsæld barna? Hvar er þörf fyrri frekari rannsóknir?

Dagskrá:

Herdís Steingrímsdóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir, Félagsráðgjafardeild „Farsældarnetið“.

Kristján Ketill Stefánsson, Menntavísindavið „Skólapúlsinn“.

Hervör Alma Árnadóttir, Félagsráðgjafardeild „Gagnasöfnun með börnum“.

Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, Reykjavíkurborg, „Hvaða gögn gagnast barninu?“.

Stefán Hrafn Jónsson, Félagsvísindasvið „Heilsa og líðan Íslendinga. Spurningakönnun meðal fullorðinna Íslendinga 2007-2022.“

Inga Dóra Sigfúsdóttir, Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík „Rannsóknir og Greining: ICSRA“ Kaffispjall.

Viðburði verður streymt. Hlekkur á streymi er hér

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Öll velkomin.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Kær kveðja, f.h. Farsældarnetsins, Herdís Steingrímsdóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir.

Vinnustofa Farsældarnetsins II

Vinnustofa Farsældarnetsins II