Skip to main content

Upplýsingatækni í þágu rannsókna – íslenskir rafrænir rannsóknarinnviðir (IREI)

Upplýsingatækni í þágu rannsókna – íslenskir rafrænir rannsóknarinnviðir (IREI) - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. nóvember 2023 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ráðstefna um IREI (Icelandic research e-infrastructure), íslenskan rafrænan rannsóknarinnviðakjarna, verður haldin 28. nóvember frá 13-16 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni verður þjónusta IREI kynnt og notendur deila reynslu sinni. Einnig verður rýnt í framtíðarþróun IREI, sambærileg starfsemi í Danmörku verður kynnt og veitt innsýn inn í EuroCC ofurtölvusamstarfið.

IREI er ætlað að veita vísindasamfélaginu á Íslandi alhliða þjónustu á sviði upplýsingatækni. Allir rannsakendur sem nýta sér upplýsingatækni eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna.

Fyrirlestrum og umræðum verður streymt.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Þjónusta IREI felst í:

  • móttöku, varðveislu og miðlun vísindagagna m.a. í opnum aðgangi,
  • reikniafli fyrir stórar reikniaðgerðir,
  • ráðgjöf varðandi notkun upplýsingatækni

IREI er samstarf fjölmargra háskóla og rannsóknastofnana á Íslandi og styrkt af Innviðasjóði í gegnum Vegvísi um Rannsóknarinnviði.

Dagskrá

13:00 Opnun - Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ

13:10 IREI á 10 mínútum, hvað er það og hvernig nýtist það rannsakendum? - Guðmundur H. Kjærnested, sviðsstjóri Upplýsingatæknisviðs HÍ

13:20 Reynslusögur af rafræna rannsóknarinnviðunum IREI

  • Hans Tómas Björnsson, prófessor við Læknadeild HÍ
  • Gro Birkefeldt Møller Pedersen sérfræðingur við Jarðvísindastofnun og Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á Veðurstofu
  • Jón Elvar Wallevik, sérfræðingur á Veðurstofu
  • Gianluca Levi, nýdoktor við Eðlisvísindastofnun
  • Henning Arnór Úlfarsson, deildarforseti Tölvunarfræðideildar HR

14:10 Kaffihlé

14:30 Framtíð IREI - Guðmundur H. Kjærnested, sviðsstjóri Upplýsingatæknisviðs HÍ

14:40 Rafrænir rannsóknainnviðir í Danmörku - Gitte Julin Kudsk

15:10 Gagnís - Kjartan Ólafsson, sérfræðingur við Félagsvísindastofnun

15:20 EuroCC - Morris Riedel, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ

15:30 Umræður

Fundarstjóri: Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda, HÍ

Ráðstefnan er haldin í samstarfi IREI, EuroCC2 verkefnisins (www.ihpc.is) og Miðstöðvar stafrænnar nýsköpunar EDIH-IS (https://edih.is/).

IREI er ætlað að veita vísindasamfélaginu á Íslandi alhliða þjónustu á sviði upplýsingatækni. Allir rannsakendur sem nýta sér upplýsingatækni eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna.

Upplýsingatækni í þágu rannsókna – íslenskir rafrænir rannsóknarinnviðir (IREI)