Skip to main content

Styrkveiting úr Sjóði Steingríms Arasonar

Styrkveiting úr Sjóði Steingríms Arasonar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. september 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Bratti

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Styrkveiting úr Sjóði Steingríms Arasonar. Markmið sjóðsins er að efla sérfræðiþekkingu í menntunar- og kennslufræðum. Styrkir verða veittir til sérfræðinga og meistara- og doktorsnema á sviði menntavísinda. 

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands afhendir styrkinn.

Styrkveitingin er loka dagskrárliður á opnunarmálstofu Menntakviku sem fram fer 28. -29. september í Stakkahlíð.

---

Um sjóðinn

Sjóður Steingríms Arasonar hét áður Columbia-sjóður en hann var stofnaður með peningagjöf Steingríms Arasonar kennara árið 1939. Steingrímur (1879-1951) lauk kennaraprófi frá Flensborgarskóla árið 1908. Hann stundaði háskólanám í uppeldis- og menntunarfræði, fyrstur Íslendinga, við Teachers College í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum (1915-1920). Hann starfaði við kennslu barna og unglinga í Eyjafirði og Reykjavík en aðalkennslustörf hans voru við Kennaraskólann þar sem hann kenndi í 20 ár. Lesa nánar um sjóðinn hér