Skip to main content

Steinsteypa – Byggingarefni framtíðarinnar?

Steinsteypa – Byggingarefni framtíðarinnar? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. mars 2022 12:20 til 13:20
Hvar 

VR-II

Stofa 261

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sigríður Ósk Bjarnadóttir, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ flytur fyrirlesturinn Steinsteypa – Byggingarefni framtíðarinnar?

Fyrirlesturinn er haldinn af Verkfræðistofnun HÍ

Vinsamlegast skráið þátttöku

Ágrip

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gaf nýlega út skýrsluna „Mat á kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði“. Þetta er í fyrsta sinn sem kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði er áætluð. Samkvæmt niðurstöðum losunarskýrslunar eru rúmlega 45% af heildar kolefnislosun frá byggingariðnaði rakin til byggingarefna þ.e.a.s. öflun, meðhöndlun og framleiðslu byggingarefna.

Steypa er aðalbyggingarefni í 70% bygginga á Íslandi samkvæmt Fasteignaskrá Íslands. Steinsteypa samanstendur af sementi (sem samanstendur af sement klinker og gifsi), vatni og fylliefnum. Um það bil 90% af kolefnislosun vegna steinsteypuframleiðslu er vegna sements og 10% er vegna annara þátta. Almennt er talið að u.þ.b. 8% af allri kolefnislosun heims séu  rakin til framleiðslu sements. Því er mikilvægt að finna lausnir til þess að draga úr sements notkun á Íslandi.

Stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið er varðar kolefnislosun, hringrásarhagkerfið og auðlindanýtingu. Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum aðallega beinst að orkuskiptum en hlutfall losunar vegna orkunotkunar eru um 55% á heimsvísu. Nauðsynlegt er að takast á við þau 45% sem eftir standa og verða til við framleiðslu efna og vara, s.s. byggingarefna. Hringrásarhagkerfi býður upp á kerfisbundna og hagkvæma leið til að takast á við þessi 45%.

Sigríður mun m.a. fara yfir niðurstöður losunarskýrslunar en hún er einn höfunda. Eins mun hún kynna verkefnið „Hringrásarhús“. Hringrásarhús er 40 fermetra sýningarrými sem er hægt að taka í sundur og setja saman aftur. Hringrásarhús verður reist úr forsteyptum byggingareiningum sem lágmarka kolefnisspor og hámarka auðlindanýtingu en markmið er að 90% af byggingarefnum verða endurnotuð eða endurnotanleg.

Sigríður Ósk Bjarnadóttir, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ flytur fyrirlesturinn Steinsteypa – Byggingarefni framtíðarinnar?

Steinsteypa – Byggingarefni framtíðarinnar?