Mín aðferð: Leitin að Bíbí í Berlín
Háskólatorg
Stofa 101
Miðstöð einsögurannsókna við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands kynnir:
Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við námsbraut í sagnfræði við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur í hringstofu Háskólatorgs (HT101) hinn 28. október 2024 kl. 16–17 (á neðri hæð Háskólatorgs).
Fyrirlesturinn nefnist „Mín aðferð: Leitin að Bíbí í Berlín“. Um er að ræða opinn fyrirlestur sem verður fluttur af því tilefni að liðin eru 30 ár síðan Sigurður Gylfi útskrifaðist með doktorsgráðu frá Carnegie Mellon University í Pittsburgh í Bandaríkjunum og einnig vegna útkomu bókarinnar Disability Studies Meets Microhistory: The Secret Life of Bíbí in Berlín sem hann og þær Guðrún V. Stefánsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir skrifuðu og kom út hjá Routledge nú í haust. Léttar veitingar í boði – allir velkomnir!
Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við námsbraut í sagnfræði við Háskóla Íslands.