Skip to main content

Málþing - 100 ára afmæli Húseigendafélagsins

Málþing - 100 ára afmæli Húseigendafélagsins - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. október 2023 17:00 til 19:00
Hvar 

Askja

N-132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þann 12. október nk., kl. 17-19, fer fram sameiginlegt málþing Lagastofnunar og Húseigendafélagsins í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Húseigendafélagið var upphaflega málsvari leigusala en hefur þróast í að verða almennt hagsmunafélag húseigenda og eru félagsmenn þess um tíu þúsund talsins.

Með hliðsjón af starfsemi félagsins verða ýmis lögfræðileg málefni á dagskrá málþingsins, m.a. atriði sem varða fjöleignarhúsa-, grenndar- og nábýlisrétt.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi: 

17.00-17.20: Húseigendafélagið fyrr og nú. Sigurður Helgi Guðjónsson formaður Húseigendafélagsins.

17.20-17.30: Lögfræðiþjónusta o.fl. í erli dagsins. Tinna Andrésdóttir lögfræðingur.

17.30-17.50: Um grennd og nábýlisrétt. Víðir Smári Petersen dósent.

17.50-18.10: Frá einbýli til fjöleignar. Pétur Ármannsson arkitekt.

18.10-18.20: Framtíðarsýn félagsins. Hildur Ýr Viðarsdóttir varaformaður Húseigendafélagsins og aðjunkt við Lagadeild HÍ.

Málþingið fer fram í Öskju, sal N-132, Háskóla Íslands.

Að málþinginu loknu verður boðið upp á veitingar (18.20-19.00).

Streymt verður frá málþinginu. Hér að neðan er hlekkur á streymið:

https://livestream.com/hi/huseigendafelagid100ara